Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2018 06:37 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er ekki hátt skrifaður í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent