Þúsundum sagt upp hjá Deutsche Bank Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2018 07:21 Höfuðstöðvar Deutsche Bank eru í Frankfurt í Þýskalandi. VísirAP Gert er ráð fyrir því að hinn þýski Deutsche Bank muni segja upp meira en 7000 starfsmönnum á næstu mánuðum. Á blaðamannafundi í morgun kynntu stjórnendur bankans umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við taprekstri síðustu þriggja ára. Uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári. Deutsche Bank tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir. Framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, var sagt upp í síðasta mánuði vegna taprekstursins. Fleirum en honum verður þó sparkað ef marka má yfirlýsingar Deutsche Bank í morgun. Þar kom til að mynda fram að starfsmönnum bankans, sem nú eru 97 þúsund talsins, verði orðnir „töluvert færri“ en 90 þúsund áður en yfir lýkur. Uppsagnirnar munu ná til allra útibúa bankans en bankinn hefur ekki viljað gefa upp nákvæma útlistun. Talið er að fjárfestinga- og fyrirtækjasvið bankans muni taka mestum stakkaskiptum eftir fyrirhugaða endurskipulagningu. Ætlunin sé að minnka umfang Deutsche Bank svo að hann geti einbeitt sér að því „sem hann gerir best.“ Markaðir í Þýskalandi hafa tekið ágætlega í fregnir af endurskipulagningunni. Það sem af er degi hefur hlutabréfaverð Deutsche Bank í Frankfurt hækkað um næstum hálft prósentustig. Tengdar fréttir Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að hinn þýski Deutsche Bank muni segja upp meira en 7000 starfsmönnum á næstu mánuðum. Á blaðamannafundi í morgun kynntu stjórnendur bankans umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við taprekstri síðustu þriggja ára. Uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári. Deutsche Bank tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir. Framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, var sagt upp í síðasta mánuði vegna taprekstursins. Fleirum en honum verður þó sparkað ef marka má yfirlýsingar Deutsche Bank í morgun. Þar kom til að mynda fram að starfsmönnum bankans, sem nú eru 97 þúsund talsins, verði orðnir „töluvert færri“ en 90 þúsund áður en yfir lýkur. Uppsagnirnar munu ná til allra útibúa bankans en bankinn hefur ekki viljað gefa upp nákvæma útlistun. Talið er að fjárfestinga- og fyrirtækjasvið bankans muni taka mestum stakkaskiptum eftir fyrirhugaða endurskipulagningu. Ætlunin sé að minnka umfang Deutsche Bank svo að hann geti einbeitt sér að því „sem hann gerir best.“ Markaðir í Þýskalandi hafa tekið ágætlega í fregnir af endurskipulagningunni. Það sem af er degi hefur hlutabréfaverð Deutsche Bank í Frankfurt hækkað um næstum hálft prósentustig.
Tengdar fréttir Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03