Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2018 15:15 Natalie Prass kemur fram á hátíðinni. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. Tónlistarhátíðin fer fram 7. - 10. nóvember í miðbæ Reykjavíkur. Meðal þeirra sem kynntir eru til leiks að þessu sinni eru Natalie Prass frá Bandaríkjunum, breska brautryðjandann Nadine Shah og stóran hóp af spennandi og upprennandi tónlistarmönnum á borð við ástralska söngfuglinn Stella Donnelly, rapparann Jimothy Lacoste frá Norður Lundúnum og belgíska/egypska listamanninn Tamino. Hin ástsæla Eivør frá Færeyjum snýr einnig aftur á Airwaves með sérstakan viðburð sem kynntur verður betur síðar. Iceland Airwaves á 20 ára afmæli í ár og verður því boðið upp á ýmsa sérviðburði. Ólafur Arnalds spilar á tvennum tónleikum þar sem hann mun forsýna sérstaka tónleika fyrir þrjú píanó í Þjóðleikhúsinu. Högni mun einnig halda sérstaka tónleika í Þjóðleikhúsinu þar sem hann kemur fram með kór og strengjasveit. Íslenska rappið kemur einnig sterkt inn með Sturlu Atlas og Emmsjé Gauta og Sóley munu koma fram. Í tilkynningunni kemur fram að Iceland Airwaves sé meðlimur Keychange verkefnisins þar sem tónlistarhátíðir skuldbinda sig til þess að hafa minnst fimmtíu prósent af hljómsveitum þar sem konur, kynsegin eða trans fólk eru meðlimir. Keychange hljómsveitirnar í ár eru Kat Frankie, Mari Kalkun, Mueverloreina, Tawiah og Vaz. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem tilkynntir voru í dag:ALÞJÓÐLEG ATRIÐI KYNNT NÚNA: NATALIE PRASS (US) NADINE SHAH (UK) STELLA DONNELLY (AU) CRUMB (US) DANNY & THE VEETOS (FO) EIVØR (FO) FIEH (NO) INJURY RESERVE (US) JIMOTHY LACOSTE (UK) NANOOK (GL) OFF BLOOM (DK) PHILIP EMILIO (NO) RIZAN SAID (SY) SURMA (PT) TAMINO (BE/EG) TIERRA WHACK (US) TUVABAND (NO)KEYCHANGE LISTAMENN: KAT FRANKIE (DE/AU) MARI KALKUN (EE) MUEVELOREINA (ES) TAWIAH (UK) VAZ (SE)ÍSLENSK ATRIÐI KYNNT NÚNA: ÓLAFUR ARNALDS HÖGNI SÓLEY MR. SILLA EMMSJÉ GAUTI BERNDSEN STURLA ATLAS DAÐI FREYR BIRNIR AFK ANDARTAK BEEBEE AND THE BLUEBIRDS BIRGIR EINARINDRA FUTURE FIGMENT GLERAKUR HINEMOA JOEY CHRIST KARITAS KEF LAVÍK KÖTT GRÁ PJÉ MIGHTY BEAR MUNSTUR RING OF GYGES SHAKES SURA SVALA VAR VIOSIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA 2018: ATERIA LJÓSFARI MÓRÓKÓAR Airwaves Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. Tónlistarhátíðin fer fram 7. - 10. nóvember í miðbæ Reykjavíkur. Meðal þeirra sem kynntir eru til leiks að þessu sinni eru Natalie Prass frá Bandaríkjunum, breska brautryðjandann Nadine Shah og stóran hóp af spennandi og upprennandi tónlistarmönnum á borð við ástralska söngfuglinn Stella Donnelly, rapparann Jimothy Lacoste frá Norður Lundúnum og belgíska/egypska listamanninn Tamino. Hin ástsæla Eivør frá Færeyjum snýr einnig aftur á Airwaves með sérstakan viðburð sem kynntur verður betur síðar. Iceland Airwaves á 20 ára afmæli í ár og verður því boðið upp á ýmsa sérviðburði. Ólafur Arnalds spilar á tvennum tónleikum þar sem hann mun forsýna sérstaka tónleika fyrir þrjú píanó í Þjóðleikhúsinu. Högni mun einnig halda sérstaka tónleika í Þjóðleikhúsinu þar sem hann kemur fram með kór og strengjasveit. Íslenska rappið kemur einnig sterkt inn með Sturlu Atlas og Emmsjé Gauta og Sóley munu koma fram. Í tilkynningunni kemur fram að Iceland Airwaves sé meðlimur Keychange verkefnisins þar sem tónlistarhátíðir skuldbinda sig til þess að hafa minnst fimmtíu prósent af hljómsveitum þar sem konur, kynsegin eða trans fólk eru meðlimir. Keychange hljómsveitirnar í ár eru Kat Frankie, Mari Kalkun, Mueverloreina, Tawiah og Vaz. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem tilkynntir voru í dag:ALÞJÓÐLEG ATRIÐI KYNNT NÚNA: NATALIE PRASS (US) NADINE SHAH (UK) STELLA DONNELLY (AU) CRUMB (US) DANNY & THE VEETOS (FO) EIVØR (FO) FIEH (NO) INJURY RESERVE (US) JIMOTHY LACOSTE (UK) NANOOK (GL) OFF BLOOM (DK) PHILIP EMILIO (NO) RIZAN SAID (SY) SURMA (PT) TAMINO (BE/EG) TIERRA WHACK (US) TUVABAND (NO)KEYCHANGE LISTAMENN: KAT FRANKIE (DE/AU) MARI KALKUN (EE) MUEVELOREINA (ES) TAWIAH (UK) VAZ (SE)ÍSLENSK ATRIÐI KYNNT NÚNA: ÓLAFUR ARNALDS HÖGNI SÓLEY MR. SILLA EMMSJÉ GAUTI BERNDSEN STURLA ATLAS DAÐI FREYR BIRNIR AFK ANDARTAK BEEBEE AND THE BLUEBIRDS BIRGIR EINARINDRA FUTURE FIGMENT GLERAKUR HINEMOA JOEY CHRIST KARITAS KEF LAVÍK KÖTT GRÁ PJÉ MIGHTY BEAR MUNSTUR RING OF GYGES SHAKES SURA SVALA VAR VIOSIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA 2018: ATERIA LJÓSFARI MÓRÓKÓAR
Airwaves Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“