Samfylkingin er enn stærst í borginni Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2018 02:02 Dagur B. Eggertsson kynnti konsningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík í Gamla bíó. Vísir/ernir Sjö stjórnmálaflokkar fengju kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samfylkingin fengi 32 prósent atkvæða og yrði stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rétt rúmlega 26 prósent og yrði næststærsti flokkurinn. Píratar yrðu svo þriðji stærsti flokkurinn með rúm 10 prósent. VG fengju 7,5 prósent, Viðreisn rúm 6 prósent, Miðflokkurinn rúm 5 prósent, Framsóknarflokkurinn 3,6 prósent, Flokkur fólksins 3,1 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands 2,3 prósent. Yrðu þetta niðurstöðurnar myndi Samfylkingin fá níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö, Píratar og VG myndu fá tvo fulltrúa hvor flokkur og Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver flokkur. Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn fengju fulltrúa. Yrði þetta niðurstaðan væru flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn og bjóða fram að nýju, það er Samfylkingin, Píratar og VG, með samtals 13 af 23 borgarfulltrúum. Næst Sósíalistaflokknum að stærð er Kvennahreyfingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent nefna Höfuðborgarlistann og 0,3 prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá nefndi 0,1 prósent Alþýðufylkinguna. Hringt var í 1.987 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 1.500 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. maí. Svarhlutfallið var 75,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru slétt 10 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,4 prósent sögðust óákveðin og 9,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Rétt er að taka fram að vikmörkin í könnuninni eru á bilinu 0,18 til 2,36 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Sjö stjórnmálaflokkar fengju kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samfylkingin fengi 32 prósent atkvæða og yrði stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rétt rúmlega 26 prósent og yrði næststærsti flokkurinn. Píratar yrðu svo þriðji stærsti flokkurinn með rúm 10 prósent. VG fengju 7,5 prósent, Viðreisn rúm 6 prósent, Miðflokkurinn rúm 5 prósent, Framsóknarflokkurinn 3,6 prósent, Flokkur fólksins 3,1 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands 2,3 prósent. Yrðu þetta niðurstöðurnar myndi Samfylkingin fá níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö, Píratar og VG myndu fá tvo fulltrúa hvor flokkur og Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver flokkur. Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn fengju fulltrúa. Yrði þetta niðurstaðan væru flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn og bjóða fram að nýju, það er Samfylkingin, Píratar og VG, með samtals 13 af 23 borgarfulltrúum. Næst Sósíalistaflokknum að stærð er Kvennahreyfingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent nefna Höfuðborgarlistann og 0,3 prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá nefndi 0,1 prósent Alþýðufylkinguna. Hringt var í 1.987 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 1.500 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. maí. Svarhlutfallið var 75,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru slétt 10 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,4 prósent sögðust óákveðin og 9,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Rétt er að taka fram að vikmörkin í könnuninni eru á bilinu 0,18 til 2,36 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45