Oddvitaáskorunin: Heilsaði Heimi Hallgríms en þekkti hann ekki neitt Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2018 11:00 Karl og meðframbjóðendur hans. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Karl Pétur Jónsson leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningunum. Karl Pétur Jónsson er oddviti lista Viðreisnar/Neslista sem býður fram til bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi í kosningunum á laugardag. Karl Pétur, eða Kalli eins og hann er yfirleitt kallaður, hefur búið á Seltjarnarnesi í 12 ár, en er upprunalega úr Breiðholtinu. Hans metnaður liggur til þess að Seltjarnarnes verði fyrirmyndarsamfélag þar sem öll þjónusta við bæjarbúa er fyrsta flokks. Hann telur einkum vera sóknarfæri í menntamálum og stefnir að því að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu. Kalli er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn á aldrinum sex til tuttugu ára.Fallegasti staður á Íslandi? Skálavík við Bolafjall hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Fallegasti staður höfuðborgarsvæðisins er ótvírætt vesturhluti Seltjarnarness, Grótta og fjaran í Seltjörn.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Breiðholti. Ég er alinn upp þar.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Spaghetti Bolognese.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ítalskan mat.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Don’t stop me now með Queen.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Árið 2013 gekk ég á fögru sumarkvöldi inn í Ísbúð Vesturbæjar og heilsaði manni þar afar kumpánlega, en áttaði mig um leið á því að ég þekkti hann ekki neitt. Þetta var Heimir Hallgrímsson sem þá var nýlega orðinn aðstoðar-landsliðsþjálfari. Í kjölfarið þurfti ég að standa í röðinni með honum í þessar 20 mínútur sem það tekur unglingana í Vesturbænum að fá þeytingana sína. Það var mjög vandræðalegt.Draumaferðalagið? Hefur lengi langað til að fara aftur til Bali, í þetta sinn með börnunum mínum og eiginkonu og gera ekkert nema að synda í sjónum og hafa það náðugt með fjölskyldunni.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Get ekki sagt frá því. Börnin mín lesa Vísi.Hundar eða kettir? Hundar. Fátt er jafn dásamlegt og þegar maður kemur heim og hundurinn fagnar manni eins og höfðingja.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Anchorman.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Rúnar Freyr gæti leikið sér að því að leika mig. Bara miklu myndarlegri og grennri útgáfu af mér.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Verð að játa á mig fullkomna fávísi um GOT, hef aldrei horft.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já. Ég reyni að aka á löglegum hraða og ligg undir ámæli frá eiginkonu minni fyrir að fara hægt yfir. Samt tekst mér að vera tekinn fyrir of hraðan akstur í nánast hvert skipti sem ég keyri um Húnavatnssýsluna.Uppáhalds tónlistarmaður? Ari Páll, sonur minn.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendUppáhalds bókin? Ég reyni að lesa að jafnaði 3-4 bækur á mánuði. Ein áhrifamesta bókin sem ég hef lesið undanfarin ár er Tvísaga eftir vinkonu mína Ásdísi Höllu Bragadóttur. Þar tekst hún á við átakamikla sögu móður sinnar og raunar fjölskyldu sinnar og sýnir fram á hversu illa var farið með fátækar konur á síðustu öld hér á Íslandi.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kók Zero með heimabökuðu pizzunni, en ef þú ert að spyrja um áfenga drykki þá hef ég mjög einfaldan smekk, drekk Tuborg Classic. Er löngu hættur að nenna að spá í kraftbjór, bjór er bara bjór.Uppáhalds þynnkumatur? Það er býsna langt síðan ég drakk svo mikið að ég yrði þunnur, en þegar ég gerði það síðast var ég satt að segja ekki með neina matarlyst.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Blanda af báðu. Hef þolinmæði í hámark tvo daga á sundlaugarbakka eða strönd. Ég hef hinsvegar talsvert mikið menningarþol.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en ekki síðan á 8. áratugnum og aldrei í Seltjarnarneslaugina.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Afternoon Delight í flutningi Will Ferrell. Enda þýðir það... jahh fólk verður bara að gúggla það.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Skortur á metnaði hjá bæjarstjórn hefur lengi farið í taugarnar á mér. Ég tel að það sé hægt að gera miklu betur í þjónustu við bæjarbúa heldur en gert er.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Hannes Þór. Við erum báðir Breiðholtsvillingar sem fóru í Versló.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Karl Pétur Jónsson leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningunum. Karl Pétur Jónsson er oddviti lista Viðreisnar/Neslista sem býður fram til bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi í kosningunum á laugardag. Karl Pétur, eða Kalli eins og hann er yfirleitt kallaður, hefur búið á Seltjarnarnesi í 12 ár, en er upprunalega úr Breiðholtinu. Hans metnaður liggur til þess að Seltjarnarnes verði fyrirmyndarsamfélag þar sem öll þjónusta við bæjarbúa er fyrsta flokks. Hann telur einkum vera sóknarfæri í menntamálum og stefnir að því að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu. Kalli er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn á aldrinum sex til tuttugu ára.Fallegasti staður á Íslandi? Skálavík við Bolafjall hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Fallegasti staður höfuðborgarsvæðisins er ótvírætt vesturhluti Seltjarnarness, Grótta og fjaran í Seltjörn.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Breiðholti. Ég er alinn upp þar.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Spaghetti Bolognese.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ítalskan mat.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Don’t stop me now með Queen.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Árið 2013 gekk ég á fögru sumarkvöldi inn í Ísbúð Vesturbæjar og heilsaði manni þar afar kumpánlega, en áttaði mig um leið á því að ég þekkti hann ekki neitt. Þetta var Heimir Hallgrímsson sem þá var nýlega orðinn aðstoðar-landsliðsþjálfari. Í kjölfarið þurfti ég að standa í röðinni með honum í þessar 20 mínútur sem það tekur unglingana í Vesturbænum að fá þeytingana sína. Það var mjög vandræðalegt.Draumaferðalagið? Hefur lengi langað til að fara aftur til Bali, í þetta sinn með börnunum mínum og eiginkonu og gera ekkert nema að synda í sjónum og hafa það náðugt með fjölskyldunni.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Get ekki sagt frá því. Börnin mín lesa Vísi.Hundar eða kettir? Hundar. Fátt er jafn dásamlegt og þegar maður kemur heim og hundurinn fagnar manni eins og höfðingja.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Anchorman.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Rúnar Freyr gæti leikið sér að því að leika mig. Bara miklu myndarlegri og grennri útgáfu af mér.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Verð að játa á mig fullkomna fávísi um GOT, hef aldrei horft.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já. Ég reyni að aka á löglegum hraða og ligg undir ámæli frá eiginkonu minni fyrir að fara hægt yfir. Samt tekst mér að vera tekinn fyrir of hraðan akstur í nánast hvert skipti sem ég keyri um Húnavatnssýsluna.Uppáhalds tónlistarmaður? Ari Páll, sonur minn.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendUppáhalds bókin? Ég reyni að lesa að jafnaði 3-4 bækur á mánuði. Ein áhrifamesta bókin sem ég hef lesið undanfarin ár er Tvísaga eftir vinkonu mína Ásdísi Höllu Bragadóttur. Þar tekst hún á við átakamikla sögu móður sinnar og raunar fjölskyldu sinnar og sýnir fram á hversu illa var farið með fátækar konur á síðustu öld hér á Íslandi.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kók Zero með heimabökuðu pizzunni, en ef þú ert að spyrja um áfenga drykki þá hef ég mjög einfaldan smekk, drekk Tuborg Classic. Er löngu hættur að nenna að spá í kraftbjór, bjór er bara bjór.Uppáhalds þynnkumatur? Það er býsna langt síðan ég drakk svo mikið að ég yrði þunnur, en þegar ég gerði það síðast var ég satt að segja ekki með neina matarlyst.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Blanda af báðu. Hef þolinmæði í hámark tvo daga á sundlaugarbakka eða strönd. Ég hef hinsvegar talsvert mikið menningarþol.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en ekki síðan á 8. áratugnum og aldrei í Seltjarnarneslaugina.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Afternoon Delight í flutningi Will Ferrell. Enda þýðir það... jahh fólk verður bara að gúggla það.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Skortur á metnaði hjá bæjarstjórn hefur lengi farið í taugarnar á mér. Ég tel að það sé hægt að gera miklu betur í þjónustu við bæjarbúa heldur en gert er.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Hannes Þór. Við erum báðir Breiðholtsvillingar sem fóru í Versló.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira