Trump segir fundinn enn mögulegan Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 08:00 Allra augu hafa beinst að þeim Donald Trump og Kim Jong-un undanfarna daga og vikur. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að enn komi til greina að hann muni funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn segir að „afar afkastamiklar“ viðræður um að endurvekja fundinn hafi þegar átt sér stað en hann sendi Kim bréf á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki hitta einræðisherrann, vegna „fjandsemi“ Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna.Í tísti í nótt segir Trump að fundurinn gæti verið haldinn þann 12. júní, eða seinna.We are having very productive talks with North Korea about reinstating the Summit which, if it does happen, will likely remain in Singapore on the same date, June 12th., and, if necessary, will be extended beyond that date. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2018 Með þeirri ákvörðun að hætta við fundinn kom Trump bandamönnum sínum í Suður-Kóreu í opna skjöldu og sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, að hann hefði komið að fjöllum varðandi ákvörðunina og honum þætti miður að ekkert yrði af fundinum. Norður-Kórea sendi frá sér sáttatón og sagðist tilbúið til fundarins hvenær sem er. Þrátt fyrir breyttan tón Norður-Kóreu er ekkert sem hefur breyst varðandi stöðu ríkisins fyrir fundinni. Ef marka má yfirlýsingar ríkisins eru stjórnendur þess alls ekki tilbúnir til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og Bandaríkin segja ekkert annað koma til greina. Fyrr verði ekki létt á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir Norður-Kóreu leitast eftir annars konar samningi, þar sem báðar hliðar myndu gefa eftir jafnóðum. Þeir myndu láta vopn sín af hendi í skrefum og og þvinganir yrðu felldar niður samhliða þeim skrefum.Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó oftar en einu sinni skrifað undir slíka samninga án þess að standa við þá. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að enn komi til greina að hann muni funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn segir að „afar afkastamiklar“ viðræður um að endurvekja fundinn hafi þegar átt sér stað en hann sendi Kim bréf á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki hitta einræðisherrann, vegna „fjandsemi“ Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna.Í tísti í nótt segir Trump að fundurinn gæti verið haldinn þann 12. júní, eða seinna.We are having very productive talks with North Korea about reinstating the Summit which, if it does happen, will likely remain in Singapore on the same date, June 12th., and, if necessary, will be extended beyond that date. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2018 Með þeirri ákvörðun að hætta við fundinn kom Trump bandamönnum sínum í Suður-Kóreu í opna skjöldu og sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, að hann hefði komið að fjöllum varðandi ákvörðunina og honum þætti miður að ekkert yrði af fundinum. Norður-Kórea sendi frá sér sáttatón og sagðist tilbúið til fundarins hvenær sem er. Þrátt fyrir breyttan tón Norður-Kóreu er ekkert sem hefur breyst varðandi stöðu ríkisins fyrir fundinni. Ef marka má yfirlýsingar ríkisins eru stjórnendur þess alls ekki tilbúnir til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og Bandaríkin segja ekkert annað koma til greina. Fyrr verði ekki létt á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir Norður-Kóreu leitast eftir annars konar samningi, þar sem báðar hliðar myndu gefa eftir jafnóðum. Þeir myndu láta vopn sín af hendi í skrefum og og þvinganir yrðu felldar niður samhliða þeim skrefum.Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó oftar en einu sinni skrifað undir slíka samninga án þess að standa við þá.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00
Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41
Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00