Klopp: Þeir hafa aldrei spilað á móti okkur Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 12:30 Jurgen Klopp. vísir/getty „Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
„Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira