Klopp: Þeir hafa aldrei spilað á móti okkur Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 12:30 Jurgen Klopp. vísir/getty „Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
„Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira