Þór tryggði sér mikilvæg þrjú stig í fjórðu umferð Inkasso-deildar karla er liðið vann 3-2 sigur á Fram í rosalegum leik á heimavelli í dag.
Fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson kom Þór yfir á 31. mínútu og einungis mínútu síðar var Kristófer Jacobson Reyes, leikmaður Fram, sendur í sturtu. Þórsarar í kjörstöðu.
Skömmu fyrir leikhlé tvöfaldaði Alvaro Montejo forystuna og þannig stóðu leikar í hálfleik. Margir héldu að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir heimamenn í Þorpinu en svo var alls ekki.
Guðmundur Magnússon minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok og Orri Gunnarsson jafnaði metin á 80. mínútu. Allt stefndi í 2-2 jafntefli en Alvaro Montejo tryggði Þór sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki.
3-2 sigur Þórsara sem eru því komnir með sjö stig og sitja í fimmta sætinu. Fram er einnig með sjö stig eftir leikina fjóra en eru í þriðja sætinu, vegna betri markahlutsfalls.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá urslit.net.
Sigurmark í uppbótartíma í dramatískum sigri Þórs
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




