Spænsk skip hafa bjargað rúmlega fimm hundruð flóttamönnum á bátum á Miðjarðarhafi um helgina. Fólkið er frá ýmsum löndum í Norður-Afríku og Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar og var að reyna að komast til Evrópu.
Þrjú hundruð manns var bjargað úr níu bátum í gær og 250 til viðbótar af átta bátum í dag. Þrír þeirra voru í slæmu ástandi og sökku síðar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Fólki sem reynir að komast yfir Miðjarðarhafið til Spánar hefur fjölgað undanfarin ár á sama tíma og tilraunum til að komast til Ítalíu og Grikklands í gegnum Líbíu hefur fækkað. Alls reyndu um 19.000 manns að komast yfir hafið í fyrra og var það aukning um 182% frá árinu áður.
Frontex, landamærastofnun Evrópu, á von á því að tilraunum farandfólks til að koma til Spánar fjölgi enn á þessu ári.
Fimm hundruð flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent