Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2018 21:05 Ivanka Trump. Vísir/EPA Ivanka Trump, dóttir Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur fengið þrettán vörumerki samþykkt í Kína á einungis þremur mánuðum. Átta vörumerki til viðbótar hafa fengið hraða meðferð á tímabilinu og verið samþykktar tímabundið. Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu.Upplýsingarnar voru opinberaðar af eftirlitsaðilunum Citizens for Ethics and Responsibility in Washington Á sama tíma hefur Donald Trump skipað Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að bjarga kínverska fyrirtækinu ZTE frá gjaldþroti, en þvingunum og refsiaðgerðum var beitt gegn fyrirtækinu fyrir að brjóta bandarísk lög og að eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Íran. Þar að auki hafa öryggisstofnanir Bandaríkjanna varað við því að ógn stafi af ZTE og yfirvöld Kína noti það til njósna. Yfirvöld Bandaríkjanna meinuðu fyrirtækinu að eiga í viðskiptum í Bandaríkjunum í sjö ár og ZTE stefndi í gjaldþrot. Þann 13. maí tilkynnti Trump óvænt að hann hefði skipað Viðskiptaráðuneytinu að hjálpa ZTE. Þar að auki hefur Trump hótað því að setja tolla á innflutning frá Kína. Tollum þessum er þó ekki ætlað að ná yfir fatnað en Ivanka flytur mikið af fötum sem framleidd eru fyrir hana í Kína.Í samtali við AP segir Noah Bookbinder, yfirmaður Citizens for Responisbility and Ethics in Washington, að það að Ivanka slíti sig ekki frá fyrirtæki sínu og að það sé að stækka á erlendri grundu sé áhyggjuefni. Það veki upp spurningar um spillingu og opni á þann mögulega að hún græði á stöðu sinni í Hvíta húsinu og því að faðir hennar sé forseti. Sömuleiðis gæti það haft áhrif á opinber störf þeirra og utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur fengið þrettán vörumerki samþykkt í Kína á einungis þremur mánuðum. Átta vörumerki til viðbótar hafa fengið hraða meðferð á tímabilinu og verið samþykktar tímabundið. Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu.Upplýsingarnar voru opinberaðar af eftirlitsaðilunum Citizens for Ethics and Responsibility in Washington Á sama tíma hefur Donald Trump skipað Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að bjarga kínverska fyrirtækinu ZTE frá gjaldþroti, en þvingunum og refsiaðgerðum var beitt gegn fyrirtækinu fyrir að brjóta bandarísk lög og að eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Íran. Þar að auki hafa öryggisstofnanir Bandaríkjanna varað við því að ógn stafi af ZTE og yfirvöld Kína noti það til njósna. Yfirvöld Bandaríkjanna meinuðu fyrirtækinu að eiga í viðskiptum í Bandaríkjunum í sjö ár og ZTE stefndi í gjaldþrot. Þann 13. maí tilkynnti Trump óvænt að hann hefði skipað Viðskiptaráðuneytinu að hjálpa ZTE. Þar að auki hefur Trump hótað því að setja tolla á innflutning frá Kína. Tollum þessum er þó ekki ætlað að ná yfir fatnað en Ivanka flytur mikið af fötum sem framleidd eru fyrir hana í Kína.Í samtali við AP segir Noah Bookbinder, yfirmaður Citizens for Responisbility and Ethics in Washington, að það að Ivanka slíti sig ekki frá fyrirtæki sínu og að það sé að stækka á erlendri grundu sé áhyggjuefni. Það veki upp spurningar um spillingu og opni á þann mögulega að hún græði á stöðu sinni í Hvíta húsinu og því að faðir hennar sé forseti. Sömuleiðis gæti það haft áhrif á opinber störf þeirra og utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira