Lífið

Þessi tíu lög komust áfram í úrslit Eurovision

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Alexander Rybak fór mikinn á sviðinu í kvöld.
Alexander Rybak fór mikinn á sviðinu í kvöld. vísir/afp
Nú er það orðið ljóst hvaða lönd keppa til úrslita í Eurovision-keppninni í Lissabon en seinna undanúrslitakvöldið fór fram í Altice-höllinni í kvöld. Norðmenn, Danir og Svíar komust áfram í kvöld ásamt sjö öðrum þjóðum. 

Á þriðjudaginn tryggðu tíu þjóðir sér þátttökurétt á laugardagskvöldið og náði Ari Ólafsson ekki áfram með laginu Our Choice.

Löndin sem höfðu tryggt sér áfram fyrir kvöldið í kvöld voru: Austurríki, Eistland, Kýpur, Litháen, Ísrael, Tékkland, Búlgaría, Albanía, Finnland og Írland.

Stofnþjóðirnar England, Spánn, Ítalía, Þýskaland og Frakkland taka síðan þátt á laugardaginn ásamt Portúgal.

Í kvöld tryggði sér síðan þessari þjóðir áfram:

Serbía

Moldóvía

Ungverjaland

Úkraína

Svíþjóð

Ástralía

Noregur

Danmörk

Slóvenía

Holland

Hér að neðan má lesa textalýsingu sem var í beinni frá kvöldinu í kvöld en Stefán Árni Pálsson er í Lissabon. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×