Heimavarnarráðherrann hætti næstum því eftir skammir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 22:31 Nielsen fékk það óþvegið frá Trump á ríkisstjórnarfundi í gær. Vísir/AFP Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var komin á fremsta hlunn með að segja af sér eftir að Donald Trump forseti skammaði hana fyrir framan alla ríkisstjórnina í gær. Trump er sagður hafa látið skömmum rigna yfir alla stjórnina vegna þess að honum fannst hún hafa brugðist í að tryggja landamæri Bandaríkjanna. Heimildarmenn New York Times segja að Nielsen, sem er náinn samstarfsmaður Johns Kelly starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi skrifað afsagnarbréf en ekki sent það eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Nielsen hefur landamæravörslu og innflytjendamál á sinni könnu. Bræði forsetans vegna innflytjendamála er sögð hafa farið vaxandi á undanförnum vikum. Hann hafði tekið heiður af því að innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna fækkaði í fyrra. Þeim hefur hins vegar fjölgað á þessu ári.Vill skilja að fjölskyldur sem koma yfir landamærin Á fundinum í gær er Trump sagður hafa öskrað að suðurlandamærin væru hriplek og að ríkisstjórnin yrði að gera meira til að koma í veg fyrir ólöglegar ferðir fólks yfir þau. Nielsen er sögð hafa talið gagnrýni Trump beinast fyrst og fremst að sér. Hún hafi sagt samstarfsmönnum að hún myndi segja af sér af forsetinn teldi hana ekki standa sig í starfi. Samskipti Trump og Nielsen eru sögð hafa verið stirð undanfarnar vikur. Trump hafi ítrekað lagt að henni að ganga harðar fram til að stöðva för innflytjenda yfir landamærin. Nielsen tók við embættinu í desember af Kelly eftir að Trump gerði hann að starfsmannastjóra sínum. Forsetinn hafi litið svo á Nielsen og fleiri embættismenn í ráðuneytinu hafi ekki viljað framfylgja skipun hans um að stía í sundur fjölskyldum sem koma ólöglega yfir landamærin. Hann og aðstoðarmenn hans hafa markað þá stefnu til að fæla fjölskyldur frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti á mánudag að landamæraverðir myndu nú alltaf ákæra fólk sem fer ólöglega yfir landamærin. Sú stefnubreyting eru sögð gera sundrun fjölskyldna líklegri. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var komin á fremsta hlunn með að segja af sér eftir að Donald Trump forseti skammaði hana fyrir framan alla ríkisstjórnina í gær. Trump er sagður hafa látið skömmum rigna yfir alla stjórnina vegna þess að honum fannst hún hafa brugðist í að tryggja landamæri Bandaríkjanna. Heimildarmenn New York Times segja að Nielsen, sem er náinn samstarfsmaður Johns Kelly starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi skrifað afsagnarbréf en ekki sent það eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Nielsen hefur landamæravörslu og innflytjendamál á sinni könnu. Bræði forsetans vegna innflytjendamála er sögð hafa farið vaxandi á undanförnum vikum. Hann hafði tekið heiður af því að innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna fækkaði í fyrra. Þeim hefur hins vegar fjölgað á þessu ári.Vill skilja að fjölskyldur sem koma yfir landamærin Á fundinum í gær er Trump sagður hafa öskrað að suðurlandamærin væru hriplek og að ríkisstjórnin yrði að gera meira til að koma í veg fyrir ólöglegar ferðir fólks yfir þau. Nielsen er sögð hafa talið gagnrýni Trump beinast fyrst og fremst að sér. Hún hafi sagt samstarfsmönnum að hún myndi segja af sér af forsetinn teldi hana ekki standa sig í starfi. Samskipti Trump og Nielsen eru sögð hafa verið stirð undanfarnar vikur. Trump hafi ítrekað lagt að henni að ganga harðar fram til að stöðva för innflytjenda yfir landamærin. Nielsen tók við embættinu í desember af Kelly eftir að Trump gerði hann að starfsmannastjóra sínum. Forsetinn hafi litið svo á Nielsen og fleiri embættismenn í ráðuneytinu hafi ekki viljað framfylgja skipun hans um að stía í sundur fjölskyldum sem koma ólöglega yfir landamærin. Hann og aðstoðarmenn hans hafa markað þá stefnu til að fæla fjölskyldur frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti á mánudag að landamæraverðir myndu nú alltaf ákæra fólk sem fer ólöglega yfir landamærin. Sú stefnubreyting eru sögð gera sundrun fjölskyldna líklegri.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent