Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 23:02 AT&T er stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi. Vísir/AFP Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17