Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 23:02 AT&T er stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi. Vísir/AFP Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17