Keyrir sumarið í gang með drungalegu poppi Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. maí 2018 13:00 Andlit Íslands í Bandaríkjunum sendir frá sér drungalegt popplag sem fjallar meðal annars er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp. Vísir/Eyþór Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira