Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Grétar Þór Sigurðsson skrifar 12. maí 2018 10:00 Í hugmyndinni er gert ráð fyrir landfyllingum við Örfirisey. Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira