Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Grétar Þór Sigurðsson skrifar 12. maí 2018 10:00 Í hugmyndinni er gert ráð fyrir landfyllingum við Örfirisey. Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira