Oddvitaáskorunin: Mætti í kennslu með saumsprettu á viðkvæmum stað Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2018 12:00 Bjarki með vini og syni í fjallgöngu í Lundareykjadal. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið