Oddvitaáskorunin: Mætti í kennslu með saumsprettu á viðkvæmum stað Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2018 12:00 Bjarki með vini og syni í fjallgöngu í Lundareykjadal. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri; gekk í skóla á Brúarlandi og Varmá en stundaði síðan nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar heillaðist ég af latínu og hóf háskólanám í þeirri merku tungu. Ég hef fengist við ýmis störf um dagana, verið kennari og skólastjóri, starfsmaður á minkabúi, sjómaður, leiðsögumaður og rithöfundur. Nú sit ég í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gegni jafnframt embætti forseta bæjarstjórnar. Ég fékk snemma áhuga á félagsmálum, á sínum tíma starfaði ég mikið innan Ungmennafélagsins Aftureldingar og með Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá var ég fyrsti formaður íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal sem voru stofnuð árið 1986. Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu sem rekur vinnustofu og gallerí á Hvirfli í Mosfellsdal. Við eigum þrjú börn og fjögur barnabörn. Stjórnmálin endurspegla allt samfélagið og ég hef áhuga á öllum hliðum þess því ég hef ástríðu fyrir Lífinu með stórum staf. Í mínum huga er allt mikilvægt, aðalmálið í dag verður aukamál á morgun – og öfugt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir, þar sem systurnar Saga og Náttúra brugga magnaðan seið.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Grímsey; bjó þar vetrarlangt fyrir tæpum 40 árum, því ekki að endurtaka það?Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Sjá síðasta svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Húrra, nú ætti að vera ball!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var á leið í kennslu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og uppgötvaði að ég var með stóra saumsprettu á buxunum á afar viðkvæmum stað.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Færeyjar sumarið 2007 var ógleymanleg draumaferð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, en hef mikla trú á lífinu fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég vakti sjálfan mig um rauðanótt og æpti: Þú ert ég!Hundar eða kettir? Hundakisur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Brad Pitt!!Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Í Stark-ættinni vegna þess að hún kýs V-listann.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Jimmy Page, gítarleikari í Led Zeppelin.Uppáhaldsbókin? Næsta bók sem ég mun skrifa.Uppáhaldsföstudagsdrykkur? Vatn í water.Uppáhalds þynnkumatur? Síld og rúgbrauð.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menningin og sólin eiga eitt sameiginlegt: Þau eru allsstaðar, upp til fjalla og niður til stranda, jafnt í borg og í sveit. Þess vegna ferðast ég sem víðast.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, en það er orðið harla langt síðan.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég hef tamið mér það lífsviðhorf að láta aldrei neitt fara í taugarnar á mér. Hinsvegar vil ég bæta samfélagið í Mosfellsbæ, þess vegna er ég í framboði.Á að banna flugelda? Nei, en minnka notkun þeirra, less is more!Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, af því hann er frændi minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning