Oddvitaáskorunin: Besti hrekkurinn hefur ekki enn uppgötvast Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2018 11:00 Helgi Kjartanson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helgi Kjartanson leiðir lista T-listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum. Á T – listanum í Bláskógabyggð er reynslumikið sveitarstjórnarfólk og efnilegt nýtt og áhugasamt fólk sem er tilbúið að stýra sveitarfélaginu næstu árin fáum við til þess umboð. T – listinn hefur verið í meirihluta á þessu kjörtímabili og það er með stolti sem við leggjum okkar verk í dóm kjósenda þann 26. maí. Við höfum lagt mikinn metnað í að útbúa góða og áreiðanlega málefnaskrá sem við ætlum að starfa eftir á næsta kjörtímabili. Okkar stærsta kosningaloforð er að vinna ötullega að öllum málefnum sem varða sveitina okkar og er henni til heilla. Hér nefni ég örfá málefni sem við ætlum að vinna að á næsta kjörtímabili. Umhverfismál, við ætlum að vinna eftir þeirri stefnumörkun sem mörkuð hefur verið í sorpmálum með áherslu á að nýta lífrænan úrgang á heimaslóðum. Áhersla verði lögð á að nota sem mest hráefni úr heimabyggð í mötuneytum og stofnunum sveitarfélagsins, verkefnið köllum við „beint frá býli”. Útbúin verði atvinnustefna í samvinnu við íbúa og fyrirtæki. Fráveitumál í þéttbýli verði tekin föstum tökum. Snjómokstur verði heim að öllum lögbýlum þar sem föst búseta er. Átak verði gert í að fjölga góðum og fjölbreyttum byggingalóðum. Lokið verði við að ljósleiðaravæða Bláskógabyggð 2020 í tenglsum við verkefnið „Ísland ljóstengt 2020”.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Bláskógabyggð eins og hún leggur sig, enda er þar að finna helstu náttúruperlur landsins.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Hef ekki leitt hugann að því, það yrði sennileg einhvers staðar á suðurlandinu.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Er mest hrifinn af þjóðlegum íslenskum mat, þar stendur hangikjöt, slátur, súrmatur, saltkjöt og þess háttar matur upp úr.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Frúin segir að ég sé mest fyrir að elda slátur, eigum við þá ekki að segja að ég sé bestur í því.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Glaðasti hundur í heimi með Frikka Dór.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Get með engu móti sagt frá því, það er það vandræðalegt.Draumaferðalagið? Sigling um Karabíska hafið er klárlega draumaferðalagið.Trúir þú á líf eftir dauðann? Get ekki útilokað það.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Besti hrekkurinn var framkvæmdur fyrir nokkrum árum en viðkomandi hefur ekki enn áttað sig á honum get því ekki sagt frá honum hér. Það verður mikið fjör þegar viðkomandi kemst að hinu sanna, þá verður betra að vera í góðum hlaupaskóm.Hundar eða kettir? HundarUppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Dumb and dumber er snilldarverk, horfi reglulega á þessa mynd sem er alger snilld.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Það er klárlega Grétar Grímsson, sem er klárlega langbesti gröfumaður landsins.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hef aldrei horft á þessa þætti og hef lítinn áhuga á svona myndefni, get því ekki svarað þessari spurningu.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Nei, hef ekki verið tekinn af lögreglunni.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er enginn annar er hinn magnaði Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar.Uppáhalds bókin? Las alltof sjaldan bækur en ævisögur eru í mestu uppáhaldi.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er ágætt að fá sér öðru hverju rauðvínsglas en vatnið okkar hér í sveit og mjólkin í mestu uppáhaldi hjá mér.Uppáhalds þynnkumatur? Þarf ekki á þynnkumat að halda.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Það væri gott ef hægt væri að sameina sól og menningu í sömu ferðina.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sódóma með SálinniEr eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Það er ein pera sem er sprungin utaná einu húsi sem ég vil laga.Á að banna flugelda? Nei það á ekki að banna þá.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Viðar Örn Kjartansson, er vinnusamur eins og hann og svo erum við báðir Kjartanssynir.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helgi Kjartanson leiðir lista T-listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum. Á T – listanum í Bláskógabyggð er reynslumikið sveitarstjórnarfólk og efnilegt nýtt og áhugasamt fólk sem er tilbúið að stýra sveitarfélaginu næstu árin fáum við til þess umboð. T – listinn hefur verið í meirihluta á þessu kjörtímabili og það er með stolti sem við leggjum okkar verk í dóm kjósenda þann 26. maí. Við höfum lagt mikinn metnað í að útbúa góða og áreiðanlega málefnaskrá sem við ætlum að starfa eftir á næsta kjörtímabili. Okkar stærsta kosningaloforð er að vinna ötullega að öllum málefnum sem varða sveitina okkar og er henni til heilla. Hér nefni ég örfá málefni sem við ætlum að vinna að á næsta kjörtímabili. Umhverfismál, við ætlum að vinna eftir þeirri stefnumörkun sem mörkuð hefur verið í sorpmálum með áherslu á að nýta lífrænan úrgang á heimaslóðum. Áhersla verði lögð á að nota sem mest hráefni úr heimabyggð í mötuneytum og stofnunum sveitarfélagsins, verkefnið köllum við „beint frá býli”. Útbúin verði atvinnustefna í samvinnu við íbúa og fyrirtæki. Fráveitumál í þéttbýli verði tekin föstum tökum. Snjómokstur verði heim að öllum lögbýlum þar sem föst búseta er. Átak verði gert í að fjölga góðum og fjölbreyttum byggingalóðum. Lokið verði við að ljósleiðaravæða Bláskógabyggð 2020 í tenglsum við verkefnið „Ísland ljóstengt 2020”.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Bláskógabyggð eins og hún leggur sig, enda er þar að finna helstu náttúruperlur landsins.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Hef ekki leitt hugann að því, það yrði sennileg einhvers staðar á suðurlandinu.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Er mest hrifinn af þjóðlegum íslenskum mat, þar stendur hangikjöt, slátur, súrmatur, saltkjöt og þess háttar matur upp úr.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Frúin segir að ég sé mest fyrir að elda slátur, eigum við þá ekki að segja að ég sé bestur í því.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Glaðasti hundur í heimi með Frikka Dór.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Get með engu móti sagt frá því, það er það vandræðalegt.Draumaferðalagið? Sigling um Karabíska hafið er klárlega draumaferðalagið.Trúir þú á líf eftir dauðann? Get ekki útilokað það.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Besti hrekkurinn var framkvæmdur fyrir nokkrum árum en viðkomandi hefur ekki enn áttað sig á honum get því ekki sagt frá honum hér. Það verður mikið fjör þegar viðkomandi kemst að hinu sanna, þá verður betra að vera í góðum hlaupaskóm.Hundar eða kettir? HundarUppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Dumb and dumber er snilldarverk, horfi reglulega á þessa mynd sem er alger snilld.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Það er klárlega Grétar Grímsson, sem er klárlega langbesti gröfumaður landsins.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hef aldrei horft á þessa þætti og hef lítinn áhuga á svona myndefni, get því ekki svarað þessari spurningu.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Nei, hef ekki verið tekinn af lögreglunni.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er enginn annar er hinn magnaði Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar.Uppáhalds bókin? Las alltof sjaldan bækur en ævisögur eru í mestu uppáhaldi.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er ágætt að fá sér öðru hverju rauðvínsglas en vatnið okkar hér í sveit og mjólkin í mestu uppáhaldi hjá mér.Uppáhalds þynnkumatur? Þarf ekki á þynnkumat að halda.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Það væri gott ef hægt væri að sameina sól og menningu í sömu ferðina.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sódóma með SálinniEr eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Það er ein pera sem er sprungin utaná einu húsi sem ég vil laga.Á að banna flugelda? Nei það á ekki að banna þá.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Viðar Örn Kjartansson, er vinnusamur eins og hann og svo erum við báðir Kjartanssynir.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp