Lífið

Tvífari finnska Eurovision-farans tekur ábreiðu af framlagi Finna

Þórdís Valsdóttir skrifar
Það er augljóslega svipur með söngkonunum tveimur.
Það er augljóslega svipur með söngkonunum tveimur.
Tónlistarkonan MIMRA gerði sér lítið fyrir og tók upp ábreiðu af framlagi Finnlands til Eurovision í ár eftir að margir höfðu orð á því að hún væri gífurlega lík söngkonunni Saara Aalto. MIMRA er listamannsnafn tónlistarkonunnar Maríu Magnúsdóttur sem gaf nýlega frá sér plötuna Sinking Island. 

„Meðan á fyrri undankeppni Eurovision stóð fékk ég fjölda skilaboða frá vinum sem grínuðust með að MIMRA væri að keppa fyrir hönd Finnlands. Mér fannst þetta frekar fyndið svo ég fór að skoða tónlistarkonuna Saara Aalto og jú það er kannsi smá svipur með okkur. Hún er stórkostleg söngkona með geggjað lag svo það er bara frábært. Ég ákvað að nota tækifærið og  gera smá lifandi ábreiðu af laginu Monsters sem er eftir Saara Aalto, Joy Deb, Linnea Deb og Ki Fitzgerald,“ segir María.

María deildi samsettri mynd af henni og Saara Aalto og fjölmargir vina hennar tjáðu sig um það hversu líkar söngkonurnar tvær væru.

Ábreiðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×