Lífið

Edda Sif kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í landsliðstreyju

Birgir Olgeirsson skrifar
Edda Sif þegar hún kynnti stig íslensku dómnefndarinnar.
Edda Sif þegar hún kynnti stig íslensku dómnefndarinnar. Eurovision
Íslenska dómnefndin gaf Austurríki 12 stig í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í kvöld. Edda Sif Pálsdóttir fjölmiðlakona kynnti stig íslensku dómnefndarinnar en Edda var klædd í landsliðstreyju.

Dómnefndina íslensku skipuðu Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona sem var jafnframt formaður hennar, Hlynur Benediktsson tónlistarmaður, Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður, Jón Rafnsson tónlistarmaður og Erla Jónatansdóttir söngkona og tónlistarkennari.

Edda þakkaði Portúgölum fyrir frábæra keppni, sagði íslenska karlalandsliðið tilbúið fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu og kynnti svo loks stig íslensku dómnefndarinnar sem voru eftirfarandi:

Austurríki 12 stig

Albanía 10 stig

Ísrael 8 stig

Eistland 7  stig

Þýskaland 6 stig

Svíþjóð 5 stig

Írland 4 stig

Frakkland 3 stig

Kýpur 2 stig

Tékkland 1 stig


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×