Lífið

Ísrael vann Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Netta Barzilai á sviði.
Netta Barzilai á sviði. Vísir/EPA
Netta Barzilai, fulltrúi Ísraels, vann söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með laginu Toy. Keppnin stóð á milli Netta og fulltrúa Kýpur, Eleni Foureira, sem flutti lagið Fuego.

Cesár Sampson, fulltrúi Austurríkis, hafnaði í þriðja sæti en hann flutti lagið Nobody But You.

Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagi A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva.

Hér má sjá þegar úrslitin lágu fyrir en mikil spenna var alveg fram í lokin: 

Hér má svo sjá flutning á sigurlaginu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×