Sarah Jessica Parker elskar íslenskt kókoshnetuskyr Benedikt Bóas skrifar 14. maí 2018 06:00 Leikkonan stórkostlega Sarah Jessica Parker er mikill aðdáandi íslenska alvöru skyrsins og vill engar eftirlíkingar. Vísir/Afp „Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri. Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama. Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari. Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“ Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður. This will all be gone by Monday. I will personally take care of the coconut. We can't be the only ones. X,SJ Ps this is our refrigerator A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on May 4, 2018 at 3:56pm PDT Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
„Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri. Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama. Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari. Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“ Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður. This will all be gone by Monday. I will personally take care of the coconut. We can't be the only ones. X,SJ Ps this is our refrigerator A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on May 4, 2018 at 3:56pm PDT
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira