Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2018 06:00 Mál mannsins hefur legið eins og mara á mörgum aðstandendun bocciaiðkenda á Akureyri og haft mjög neikvæð áhrif á félagsskapinn. Vísir/Pjetur Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúmlega tvítugri, þroskaskertri stúlku sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Samkvæmt ákæru er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasamfélagsins munu grunsemdir um háttsemi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeigandi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tímafrekari en ella.Sjá einnig: Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðlilegum hætti gagnvart öðrum iðkendum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maðurinn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofningsins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hótunum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð í júní. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúmlega tvítugri, þroskaskertri stúlku sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Samkvæmt ákæru er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasamfélagsins munu grunsemdir um háttsemi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeigandi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tímafrekari en ella.Sjá einnig: Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðlilegum hætti gagnvart öðrum iðkendum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maðurinn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofningsins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hótunum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37