Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2018 23:37 Guðrún segir ákæruna ákveðinn áfangasigur. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57