Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2018 08:00 Jim Ratcliffe er auðugasti maður Bretlandseyja. Hann er eigandi þó nokkurra jarða hér á landi, meðal annars Grímsstaða á Fjöllum. vísir/getty Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. Auðæfi hans eru nú metin á 21 milljarð punda, en voru í fyrra metin á 15 milljarða punda. Aukin auðæfi hans eru rakin til þess að virði efnaframleiðslufyrirtækis hans, Ineos Group Limited, hefur hækkað á milli ár. 21 milljarður punda samsvarar tæpum þrjú þúsundum milljörðum króna. Kaup Ratcliffe á Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, sem liggja við gjöfular laxveiðiár, vöktu talsverða athygli á sínum tíma.Mikil umsvif efnaframleiðslurisa Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi var uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum en vegna umsvifa Ineos hafa erlendir fjölmiðlar í gegnum tíðina efast um að umhverfismál séu Ratcliffe sérstaklega hugleikin en fyrirtækið er efnaframleiðslurisi með starfsemi í öllum heimshlutum. Fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins um Ratcliffe í lok árs 2016 þegar nýlega hafði verið greint frá kaupum hans á Grímsstöðum að hann virtist vera hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi þar sem lítið bæri á honum persónulega öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá sagði jafnframt í umfjöllun Fréttablaðsins að Ratcliffe væri lýst sem hlédrægum og dulum í bandaríska blaðinu Financial Times.Kínverjin Huang Nubo hafði augastað á Grímsstöðum á Fjöllum en stjórnvöld bönnuðu kaup hans á sínum tíma. Nokkrum árum síðar keypti Jim Ratcliffe jörðina.vísir/pjeturJR og Dr. No Þar hefði einnig komið fram að Ratcliffe hafi verið kallaður JR eftir þekktri persónu úr sápuóperunni Dallas auk þess sem Dr. No hefur verið tengt við hann, og þar með vísað í eitt þekktasta illmenni kvikmyndasögunnar. Ekki var þó tiltekið í umfjöllun FT í hvaða samhengi þessi viðurnefni voru tengd við eiganda Grímsstaða á Fjöllum. Í janúar 2017 greindi Fréttablaðið svo frá því að Ratcliffe vildi kaupa jarðir í Þistilfirði sem væru með veiðirétt í Hafralónsá. Að ánni liggja fimmtán jarðir og kom fram í Fréttablaðinu að tilraunir Ratcliffe til jarðarkaupanna hefðu leitt til deilumál innan sveitarinnar og jafnvel innan fjölskyldna.Á enn 60 prósent í Ineos Í frétt Guardian kemur fram að Ratcliffe hafi alist upp í félagslegu húsnæði ekki langt frá Manchester. Hann stofnaði Ineos árið 1998 og á enn 60 prósenta hlut í fyrirtækinu sem skilað 2,2 milljörðum punda í hagnað á síðasta ári. Ineos hyggur á vinnslu á jarðgasi með svokölluðu bergbroti (e. fracking) víða um Bretland en slík vinnsla er vægast sagt umdeild aðferð við orkuöflun. Hefur áformum Ineos verið mótmælt í Bretlandi og mótmælendur meðal annars brugðið á það ráð í aðgerðum sínum að leggjast fyrir framan vinnuvélar fyrirtækisins. Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. 19. apríl 2017 16:19 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. Auðæfi hans eru nú metin á 21 milljarð punda, en voru í fyrra metin á 15 milljarða punda. Aukin auðæfi hans eru rakin til þess að virði efnaframleiðslufyrirtækis hans, Ineos Group Limited, hefur hækkað á milli ár. 21 milljarður punda samsvarar tæpum þrjú þúsundum milljörðum króna. Kaup Ratcliffe á Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, sem liggja við gjöfular laxveiðiár, vöktu talsverða athygli á sínum tíma.Mikil umsvif efnaframleiðslurisa Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi var uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum en vegna umsvifa Ineos hafa erlendir fjölmiðlar í gegnum tíðina efast um að umhverfismál séu Ratcliffe sérstaklega hugleikin en fyrirtækið er efnaframleiðslurisi með starfsemi í öllum heimshlutum. Fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins um Ratcliffe í lok árs 2016 þegar nýlega hafði verið greint frá kaupum hans á Grímsstöðum að hann virtist vera hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi þar sem lítið bæri á honum persónulega öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá sagði jafnframt í umfjöllun Fréttablaðsins að Ratcliffe væri lýst sem hlédrægum og dulum í bandaríska blaðinu Financial Times.Kínverjin Huang Nubo hafði augastað á Grímsstöðum á Fjöllum en stjórnvöld bönnuðu kaup hans á sínum tíma. Nokkrum árum síðar keypti Jim Ratcliffe jörðina.vísir/pjeturJR og Dr. No Þar hefði einnig komið fram að Ratcliffe hafi verið kallaður JR eftir þekktri persónu úr sápuóperunni Dallas auk þess sem Dr. No hefur verið tengt við hann, og þar með vísað í eitt þekktasta illmenni kvikmyndasögunnar. Ekki var þó tiltekið í umfjöllun FT í hvaða samhengi þessi viðurnefni voru tengd við eiganda Grímsstaða á Fjöllum. Í janúar 2017 greindi Fréttablaðið svo frá því að Ratcliffe vildi kaupa jarðir í Þistilfirði sem væru með veiðirétt í Hafralónsá. Að ánni liggja fimmtán jarðir og kom fram í Fréttablaðinu að tilraunir Ratcliffe til jarðarkaupanna hefðu leitt til deilumál innan sveitarinnar og jafnvel innan fjölskyldna.Á enn 60 prósent í Ineos Í frétt Guardian kemur fram að Ratcliffe hafi alist upp í félagslegu húsnæði ekki langt frá Manchester. Hann stofnaði Ineos árið 1998 og á enn 60 prósenta hlut í fyrirtækinu sem skilað 2,2 milljörðum punda í hagnað á síðasta ári. Ineos hyggur á vinnslu á jarðgasi með svokölluðu bergbroti (e. fracking) víða um Bretland en slík vinnsla er vægast sagt umdeild aðferð við orkuöflun. Hefur áformum Ineos verið mótmælt í Bretlandi og mótmælendur meðal annars brugðið á það ráð í aðgerðum sínum að leggjast fyrir framan vinnuvélar fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. 19. apríl 2017 16:19 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00
Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. 19. apríl 2017 16:19