Oddvitaáskorunin: Hvæsti duglega á ímyndaðan kött Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2018 15:00 Njáll ásamt meðframbjóðendum sínum. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Njáll Ragnarsson leiðir Eyjalistann í Vestmannaeyjum í sveitarstjórnarkosningunum. Njáll Ragnarsson er oddviti Eyjalistans í Vestmannaeyjum. Hann er 34 ára gamall og er að taka þátt í sínum fyrstu kosningum. Njáll er menntaður stjórnmálafræðingur en hann starfar sem sérfræðingur hjá Fiskistofu í Vestmannaeyjum. Áður var hann framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, þannig að reynslan er helst úr sjávarútvegi. „Ég er í sambúð með Matthildi Halldórsdóttur og saman eigum við eina dóttur, Kolbrá sem er fjögurra ára. Fyrir á frúin Lindu Björk sem er 16 ára. Þannig að við erum svona klassísk íslensk fjölskylda! Best finnst mér að vera með þeim en annars eru mín helstu áhugamál tengd útiveru og veiði, ég er þónokkuð í skotveiði á haustin og dúttla við sjóstangaveiði yfir sumartímann. Ég er byrjandi í þessu öllu saman og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Ég fer í þetta til þess að gera eitthvað gagn, leggja mitt af mörkum til þess að bæta samfélagið okkar og taka þátt í að móta það til framtíðar. Ég er passlega bjartsýnn fyrir kosningunum. Það er mín trú að allir á listanum okkar séu hið vænsta fólk sem á það sameiginlegt að vilja leggja sig fram og starfa fyrir bæinn af heilum hug. Ef svo væri ekki myndi sennilega enginn leggja þetta á sig!“Njáll Ragnarsson.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Að sjálfsögðu eru það Vestmannaeyjar, nema hvað!Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Mér finnst rosalega fallegt á Húsavík. Ætli ég myndi ekki velja Húsavík.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambalærisneiðar í raspi.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er mjög fær í að hita pylsur í potti!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég er svakalega ómannglöggur og gleymi oft nöfnum fólks sem ég á að þekkja. Það hafa orðið mörg vandræðaleg augnablik sem má tengja við þennan galla. Svo er eitt og annað sem ég hef bara fyrir mig! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? ABBA. Öll lögin þeirra…Draumaferðalagið? Austur Asía. Mig hefur alltaf langað til að ferðast um austurlönd fjær.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Eldsnemma að morgni 1. apríl síðastliðinn kom kærastan til mín skelfingu lostin og sagði að það hefði köttur hlaupið inn í bílskúr meðan hún var þar. Ég sem var nýkominn á fætur rauk af stað í skúrinn og hvæsti út í öll loft. Ég var að fara að hækka róminn þegar ég heyri hláturinn í henni og áttaði mig á aðstæðunum. Ég er ákaflega einfaldur þegar kemur að svona hrekkjum…Hundar eða kettir? Hundar. Á þó ekki hund.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég er maðurinn sem horfði á sínum tíma þrisvar á Sex and the City myndina. Ég er ekki stoltur af þessu…Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Mér var einu sinni líkt við Hugh Grant. Segjum það þá bara.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Viðurkenni: Hef ekki horft á það.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Keyrði of hratt einu sinni. Var stoppaður og sektaður.Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie. Ekki spurning.Frambjóðendur Eyjalistans.Uppáhalds bókin? Er ekki mikill lestrarhestur, en þegar ég les þá finnst mér gaman að lesa ævisögur. Er t.d. í dag að lesa ævisögu Kennedy.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ég verð að segja bjór. Það er svona föstudags.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari með frönskum.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning. Borgarferðir höfða meira til mín en sólarferðir.Hefur þú pissað í sundlaug? Ábyggilega sem krakki. En ekki svona í seinni tíð.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Rebel Rebel með David Bowie.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ekki beint í taugarnar á mér en vissulega er ýmislegt sem betur má fara. Á að banna flugelda? Nei. Alls ekki. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég gat aldrei neitt í fótbolta, gafst endanlega upp 14 ára gamall þegar ég áttaði mig á því að ég yrði aldrei atvinnumaður. Ég væri ábyggilega ágætur í hlutverkinu sem Siggi Dúlla er í í dag.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Njáll Ragnarsson leiðir Eyjalistann í Vestmannaeyjum í sveitarstjórnarkosningunum. Njáll Ragnarsson er oddviti Eyjalistans í Vestmannaeyjum. Hann er 34 ára gamall og er að taka þátt í sínum fyrstu kosningum. Njáll er menntaður stjórnmálafræðingur en hann starfar sem sérfræðingur hjá Fiskistofu í Vestmannaeyjum. Áður var hann framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, þannig að reynslan er helst úr sjávarútvegi. „Ég er í sambúð með Matthildi Halldórsdóttur og saman eigum við eina dóttur, Kolbrá sem er fjögurra ára. Fyrir á frúin Lindu Björk sem er 16 ára. Þannig að við erum svona klassísk íslensk fjölskylda! Best finnst mér að vera með þeim en annars eru mín helstu áhugamál tengd útiveru og veiði, ég er þónokkuð í skotveiði á haustin og dúttla við sjóstangaveiði yfir sumartímann. Ég er byrjandi í þessu öllu saman og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Ég fer í þetta til þess að gera eitthvað gagn, leggja mitt af mörkum til þess að bæta samfélagið okkar og taka þátt í að móta það til framtíðar. Ég er passlega bjartsýnn fyrir kosningunum. Það er mín trú að allir á listanum okkar séu hið vænsta fólk sem á það sameiginlegt að vilja leggja sig fram og starfa fyrir bæinn af heilum hug. Ef svo væri ekki myndi sennilega enginn leggja þetta á sig!“Njáll Ragnarsson.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Að sjálfsögðu eru það Vestmannaeyjar, nema hvað!Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Mér finnst rosalega fallegt á Húsavík. Ætli ég myndi ekki velja Húsavík.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambalærisneiðar í raspi.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er mjög fær í að hita pylsur í potti!Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég er svakalega ómannglöggur og gleymi oft nöfnum fólks sem ég á að þekkja. Það hafa orðið mörg vandræðaleg augnablik sem má tengja við þennan galla. Svo er eitt og annað sem ég hef bara fyrir mig! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? ABBA. Öll lögin þeirra…Draumaferðalagið? Austur Asía. Mig hefur alltaf langað til að ferðast um austurlönd fjær.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Eldsnemma að morgni 1. apríl síðastliðinn kom kærastan til mín skelfingu lostin og sagði að það hefði köttur hlaupið inn í bílskúr meðan hún var þar. Ég sem var nýkominn á fætur rauk af stað í skúrinn og hvæsti út í öll loft. Ég var að fara að hækka róminn þegar ég heyri hláturinn í henni og áttaði mig á aðstæðunum. Ég er ákaflega einfaldur þegar kemur að svona hrekkjum…Hundar eða kettir? Hundar. Á þó ekki hund.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég er maðurinn sem horfði á sínum tíma þrisvar á Sex and the City myndina. Ég er ekki stoltur af þessu…Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Mér var einu sinni líkt við Hugh Grant. Segjum það þá bara.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Viðurkenni: Hef ekki horft á það.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Keyrði of hratt einu sinni. Var stoppaður og sektaður.Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie. Ekki spurning.Frambjóðendur Eyjalistans.Uppáhalds bókin? Er ekki mikill lestrarhestur, en þegar ég les þá finnst mér gaman að lesa ævisögur. Er t.d. í dag að lesa ævisögu Kennedy.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ég verð að segja bjór. Það er svona föstudags.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari með frönskum.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning. Borgarferðir höfða meira til mín en sólarferðir.Hefur þú pissað í sundlaug? Ábyggilega sem krakki. En ekki svona í seinni tíð.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Rebel Rebel með David Bowie.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ekki beint í taugarnar á mér en vissulega er ýmislegt sem betur má fara. Á að banna flugelda? Nei. Alls ekki. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég gat aldrei neitt í fótbolta, gafst endanlega upp 14 ára gamall þegar ég áttaði mig á því að ég yrði aldrei atvinnumaður. Ég væri ábyggilega ágætur í hlutverkinu sem Siggi Dúlla er í í dag.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp