Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2018 16:45 Undir ísilögðu yfirborði Evrópu leynist að líkindum neðanjarðarhaf fljótandi vatns. NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Vísbendingar um strók úr vatnsgufu sem stóð upp af yfirborði Evrópu, tungli Júpíters, kom í ljós við greiningu á gögnum frá Galíleó, geimfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Strókurinn er vísbending um að fljótandi vatn gæti leynst undir yfirborði tunglsins og vekur vonir um að þar gæti líf verið að finna. Evrópa er minnst Galíleótunglanna svonefndu sem ganga um gasrisann Júpíter. Tuga kílómetra þykk ísskorpa myndar sprungið yfirborð Evrópu en vísindamenn hafa lengi leitt að því líkum að undir henni sé víðáttumikið haf fljótandi vatns. Vísindamenn sem fóru aftur yfir gögn frá Galíleó, geimfari NASA, frá því að það flaug fram hjá Evrópu í desember árið 1997 telja að strókur vatnsgufu sem gaus upp um sprungu í ísskorpunni og náði hundruð kílómetra upp í geiminn skýri óvenjulegar mælingar þess. „Það voru nokkrir afbrigðilegir hlutir í þessu nærflugi í desember árið 1997 sem við skildum aldrei fyllilega,“ segir Margaret Kivelson, vísindamaður við Galíleóleiðangurinn við breska blaðið The Guardian. Við nánari skoðun hafi mælingarnar verið í samræmi við það sem menn byggðust við ef geimfarið flygi í gegnum vatnsgufustrók. Strókarnir eru taldir besta leiðin fyrir vísindamenn að kanna mögulegan lífvænleika Evrópu.Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir yfirborðinu.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. IdahoLíf gæti kviknað við neðansjávarstrýtur Uppgötvun vísindamanna á örverulífi í kringum jarðhitastrýtur á hafsbotni á jörðinni vöktum með þeim von í brjósti að slíkt líf gæti hafa kviknað á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Leyni líf á Evrópu væri það í kringum sambærilegar strýtur þar sem sólarljóss nýtur ekki við í neðanjarðarhafi tunglsins. Tveir könnunarleiðangrar eru fyrirhugaðir til Evrópu á næsta áratuginum, bandaríski Europa Clipper-leiðangurinn og evrópski Juice-leiðangurinn. Geimförin gætu reynt að gera beinar mælingar á strókunum til að varpa frekari ljósi á innviði Evrópu. Evrópa er ekki eina ístunglið í sólkerfinu þar sem stjörnufræðingar telja að neðanjarðarhaf kunni vera að finna. Cassini-geimfarið sem gekk um Satúrnus í tólf ár náði myndum af strókum vatnsgufu sem teygðu sig upp frá yfirborði Enkeladusar. Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Vísbendingar um strók úr vatnsgufu sem stóð upp af yfirborði Evrópu, tungli Júpíters, kom í ljós við greiningu á gögnum frá Galíleó, geimfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Strókurinn er vísbending um að fljótandi vatn gæti leynst undir yfirborði tunglsins og vekur vonir um að þar gæti líf verið að finna. Evrópa er minnst Galíleótunglanna svonefndu sem ganga um gasrisann Júpíter. Tuga kílómetra þykk ísskorpa myndar sprungið yfirborð Evrópu en vísindamenn hafa lengi leitt að því líkum að undir henni sé víðáttumikið haf fljótandi vatns. Vísindamenn sem fóru aftur yfir gögn frá Galíleó, geimfari NASA, frá því að það flaug fram hjá Evrópu í desember árið 1997 telja að strókur vatnsgufu sem gaus upp um sprungu í ísskorpunni og náði hundruð kílómetra upp í geiminn skýri óvenjulegar mælingar þess. „Það voru nokkrir afbrigðilegir hlutir í þessu nærflugi í desember árið 1997 sem við skildum aldrei fyllilega,“ segir Margaret Kivelson, vísindamaður við Galíleóleiðangurinn við breska blaðið The Guardian. Við nánari skoðun hafi mælingarnar verið í samræmi við það sem menn byggðust við ef geimfarið flygi í gegnum vatnsgufustrók. Strókarnir eru taldir besta leiðin fyrir vísindamenn að kanna mögulegan lífvænleika Evrópu.Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir yfirborðinu.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. IdahoLíf gæti kviknað við neðansjávarstrýtur Uppgötvun vísindamanna á örverulífi í kringum jarðhitastrýtur á hafsbotni á jörðinni vöktum með þeim von í brjósti að slíkt líf gæti hafa kviknað á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Leyni líf á Evrópu væri það í kringum sambærilegar strýtur þar sem sólarljóss nýtur ekki við í neðanjarðarhafi tunglsins. Tveir könnunarleiðangrar eru fyrirhugaðir til Evrópu á næsta áratuginum, bandaríski Europa Clipper-leiðangurinn og evrópski Juice-leiðangurinn. Geimförin gætu reynt að gera beinar mælingar á strókunum til að varpa frekari ljósi á innviði Evrópu. Evrópa er ekki eina ístunglið í sólkerfinu þar sem stjörnufræðingar telja að neðanjarðarhaf kunni vera að finna. Cassini-geimfarið sem gekk um Satúrnus í tólf ár náði myndum af strókum vatnsgufu sem teygðu sig upp frá yfirborði Enkeladusar.
Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15