Körfubolti

Durant og Harden fóru í skotkeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Durant og Curry fagna í nótt.
Durant og Curry fagna í nótt. vísir/getty
Golden State Warriors er komið 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Houston Rockets í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir 119-106 stiga sigur í nótt.

Kevin Durant, leikmaður Warriors, og James Harden hjá Houston fóru í skotkeppni í leiknum. Durant endaði með 37 stig og Harden 41.

„Kevin er svo mikill lúxusleikmaður. Sóknin getur verið í tómu tjóni og þá er nóg að henda boltanum á hann. Líkurnar á því að hann skori eru ansi miklar,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, eftir leikinn.





Þjálfarinn bætti því við að Warriors hefði viljað fá Durant síðan liðið tapaði gegn Cleveland árið 2016.

„Þá komumst við ekki yfir ákveðnar hindranir. Kevin kemur okkur yfir allar hindranir. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum það á að verjast honum. Hann getur komist í öll skot sem hann vill.“

Klay Thompson skoraði 28 stig fyrir Warriors í leiknum og Steph Curry 18. Chris Paul var með 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Rockets.

Annar leikur liðanna fer fram annað kvöld.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×