Oddvitaáskorunin: Yfirgaf sýningu til að rifja upp rútínuna og sneri aftur Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 13:00 Hluti frambjóðenda Lista Grindvíkinga leggja lokahönd á stefnuskrá flokksins. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Kristín María birgisdóttir leiðir Lista Grindvíkinga í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum. Kristín María heiti ég og er 38 ára tveggja barna móðir. Ég starfa sem kennari við Grunnskólann í Grindavík en er í fæðingarorlofi sem stendur. Ég er formaður bæjarráðs og hef setið 8 ár í bæjarstjórn og hef þar af leiðandi nokkuð góða reynslu af rekstri sveitarfélagsins. Ég ólst upp í Grindavík og á tvo syni, þá Þórð Halldór, sem fæddist í apríl 2014 og Theodór Arnberg sem fæddist í febrúar 2018. Því má segja að báðir synir mínir hafi fæðst í upphafi kosningabaráttu! Ég er í sambúð með Páli Árna Péturssyni, sjómanni. Samhliða því að sitja í bæjarstjórn og bæjarráði er ég stjórnarformaður Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum, sit skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja auk þess að sitja í stjórn Kvikunnar sem er auðlinda- og menningarhús Grindavíkur. Það er mikill heiður að fá að Lista Grindvíkinga í þriðja sinn til sveitarstjórnakosninga. Listann skipar öflugur hópur fólks á öllum aldri með fjölbreytta reynslu. Við eigum það sameiginlegt að brenna fyrir það að vilja gera Grindavík að eftirsóttum stað til að búa á, þar sem þjónustan er fyrsta flokks með öflugum innviðum. Helstu stefnumálin okkar eru áframhaldandi ábyrg fjármálastjórnun, taka 12 mánaða börn inn á leikskólann og gera 5 ára deild við stækkun Hópsskóla. Við viljum hefja heildstæða stefnumótun í öllum málaflokkum og skapa okkur þannig skýra framtíðarsýn. Við viljum bjóða upp á morgunverðaráskrift í grunnskólanum. Þá er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvandanum og við ætlum að stuðla að því að byggðar verði ódýrar leiguíbúðir með stofnframlagi frá sveitarfélaginu. Þá skiptir miklu máli að halda áfram samtali við ríkisvaldið og þrýsta þarf á að endurbætur á Grindavíkurvegi klárist, fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði og að heilbrigiðisþjónustan verði elfd til muna. Gildi okkar í Lista Grindvíkinga eru ábyrgð, stöðugleiki og reynsla. Við viljum sjá skýra framtíðarsýn sem ráðist verði í að móta með ábyrgri stefnu.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Gæti vel hugsað mér að búa í Hafnarfirði, stutt til Grindavíkur og stutt í borgina.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Djúpsteikti fiskurinn á Fish House og saltfiskurinn hjá Láka á Salthúsinu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ítalskan.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Oops I did it aðgain.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Fraus á fimleikasýningu þegar ég var að sýna rútínu ein úti á gólfi 13 ára. Labbaði út og inn í búningsklefa til að rifja upp rútínuna. Fór svo aftur út á gólf og kláraði. Þetta er til á myndbandi!Draumaferðalagið? Með fjölskyldunni hringinn í kringum landið í góðu veðri!Trúir þú á líf eftir dauðann? Já annað er frekar endanlegt og leiðinlegt.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Líklega þegar vinavika stóð yfir í skólanum fyrir nokkrum árum og minn leynivinur setti álpappír yfir allt í kennslustofunni og post-it miða líka. Mér og nemendum til mikillar kátínu. Ekki mjög umhverfisvænt þó.Hundar eða kettir? Hef átt bæði og hvort tveggja hefur sína kosti og galla.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Dirty dancing og Pretty woman.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Pass.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Man ekki í augnablikinu eftir neinni ætt enda mjög langt síðan ég horfði. Ekki séð nýjustu seríuna heldur.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já sumarið 1999 keyrði ég aðeins of hratt.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens.Uppáhalds bókin? Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn og bækurnar eftir Lars Kepler.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ískaldur McEwans í gleri.Uppáhalds þynnkumatur? Kjúklingaborgari í Aðal-Braut.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Skíðaferðið eru skemmtilegustu fríin. Finnst annars mjög gaman að fara líka í sólina.Hefur þú pissað í sundlaug? Ekki svo ég muni a.m.k hefur þá verið áður en ég komst til vits og ára.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Alveg orðlaus með Bítlavinafélaginu.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Helst holurnar í malbikinu eftir umhleypingar vetrarins. Stendur til bóta í sumar.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Eiður Smári, erum á svipuðum aldri :)Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Kristín María birgisdóttir leiðir Lista Grindvíkinga í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum. Kristín María heiti ég og er 38 ára tveggja barna móðir. Ég starfa sem kennari við Grunnskólann í Grindavík en er í fæðingarorlofi sem stendur. Ég er formaður bæjarráðs og hef setið 8 ár í bæjarstjórn og hef þar af leiðandi nokkuð góða reynslu af rekstri sveitarfélagsins. Ég ólst upp í Grindavík og á tvo syni, þá Þórð Halldór, sem fæddist í apríl 2014 og Theodór Arnberg sem fæddist í febrúar 2018. Því má segja að báðir synir mínir hafi fæðst í upphafi kosningabaráttu! Ég er í sambúð með Páli Árna Péturssyni, sjómanni. Samhliða því að sitja í bæjarstjórn og bæjarráði er ég stjórnarformaður Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum, sit skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja auk þess að sitja í stjórn Kvikunnar sem er auðlinda- og menningarhús Grindavíkur. Það er mikill heiður að fá að Lista Grindvíkinga í þriðja sinn til sveitarstjórnakosninga. Listann skipar öflugur hópur fólks á öllum aldri með fjölbreytta reynslu. Við eigum það sameiginlegt að brenna fyrir það að vilja gera Grindavík að eftirsóttum stað til að búa á, þar sem þjónustan er fyrsta flokks með öflugum innviðum. Helstu stefnumálin okkar eru áframhaldandi ábyrg fjármálastjórnun, taka 12 mánaða börn inn á leikskólann og gera 5 ára deild við stækkun Hópsskóla. Við viljum hefja heildstæða stefnumótun í öllum málaflokkum og skapa okkur þannig skýra framtíðarsýn. Við viljum bjóða upp á morgunverðaráskrift í grunnskólanum. Þá er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvandanum og við ætlum að stuðla að því að byggðar verði ódýrar leiguíbúðir með stofnframlagi frá sveitarfélaginu. Þá skiptir miklu máli að halda áfram samtali við ríkisvaldið og þrýsta þarf á að endurbætur á Grindavíkurvegi klárist, fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði og að heilbrigiðisþjónustan verði elfd til muna. Gildi okkar í Lista Grindvíkinga eru ábyrgð, stöðugleiki og reynsla. Við viljum sjá skýra framtíðarsýn sem ráðist verði í að móta með ábyrgri stefnu.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Gæti vel hugsað mér að búa í Hafnarfirði, stutt til Grindavíkur og stutt í borgina.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Djúpsteikti fiskurinn á Fish House og saltfiskurinn hjá Láka á Salthúsinu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ítalskan.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Oops I did it aðgain.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Fraus á fimleikasýningu þegar ég var að sýna rútínu ein úti á gólfi 13 ára. Labbaði út og inn í búningsklefa til að rifja upp rútínuna. Fór svo aftur út á gólf og kláraði. Þetta er til á myndbandi!Draumaferðalagið? Með fjölskyldunni hringinn í kringum landið í góðu veðri!Trúir þú á líf eftir dauðann? Já annað er frekar endanlegt og leiðinlegt.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Líklega þegar vinavika stóð yfir í skólanum fyrir nokkrum árum og minn leynivinur setti álpappír yfir allt í kennslustofunni og post-it miða líka. Mér og nemendum til mikillar kátínu. Ekki mjög umhverfisvænt þó.Hundar eða kettir? Hef átt bæði og hvort tveggja hefur sína kosti og galla.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Dirty dancing og Pretty woman.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Pass.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Man ekki í augnablikinu eftir neinni ætt enda mjög langt síðan ég horfði. Ekki séð nýjustu seríuna heldur.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já sumarið 1999 keyrði ég aðeins of hratt.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens.Uppáhalds bókin? Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn og bækurnar eftir Lars Kepler.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ískaldur McEwans í gleri.Uppáhalds þynnkumatur? Kjúklingaborgari í Aðal-Braut.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Skíðaferðið eru skemmtilegustu fríin. Finnst annars mjög gaman að fara líka í sólina.Hefur þú pissað í sundlaug? Ekki svo ég muni a.m.k hefur þá verið áður en ég komst til vits og ára.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Alveg orðlaus með Bítlavinafélaginu.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Helst holurnar í malbikinu eftir umhleypingar vetrarins. Stendur til bóta í sumar.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Eiður Smári, erum á svipuðum aldri :)Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira