Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 10:33 Framboð Orban forsætisráðherra réðst að Soros í kosningabaráttunni Vísir/AFP Sjóður ungverska athafnamannsins George Soros ætlar að loka skrifstofum sínum í Búdapest og sakar stjórnvöld í Ungverjalandi um að skapa kúgandi pólitísk og lagalegt umhverfi. Ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær að hún hygðist herða lög um félagasamtök og er þeim beint leynt og ljóst gegn Soros. Höfuðstöðvar Sjóðs um opið samfélag (OSF) verða fluttar til Berlínar. Frumvarpið sem ríkisstjórn hægriþjóðernissinnans Viktors Orban tilkynnti um í gær nefnist „Stöðvum Soros“-frumvarpið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban vann yfirburðasigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað sakað Soros og sjóð hans um að ýta undir komur flóttamanna og grafa undan þjóðmenningu Ungverjalands. Undir stjórn Orban hefur Ungverjaland neitað að taka við flóttamönnum eins og önnur ESB-ríki. „Ríkisstjórn Ungverjalands hefur svert og farið með rangfærslur um störf okkar og bælt niður borgaralegt samfélag í pólitískum tilgangi með aðferðum sem eru fordæmalausar í sögu Evrópusambandsins,“ segir Patrick Gaspard, forseti OSF í yfirlýsingu vegna flutningsins. ODF hefur unnið að mannréttindamálum en einnig styrkt verkefni á sviði lista, fjölmiðlafrelsis, gagnsæis, menntunar og heilbrigðismála. Ýmsir hópar öfgahægrimanna og þjóðernissinna á vesturlöndum hafa einnig gert Soros að grýlu sem þeir telja að standi að baki frjálslyndum hópum. Ungverjaland Tengdar fréttir Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Sjóður ungverska athafnamannsins George Soros ætlar að loka skrifstofum sínum í Búdapest og sakar stjórnvöld í Ungverjalandi um að skapa kúgandi pólitísk og lagalegt umhverfi. Ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær að hún hygðist herða lög um félagasamtök og er þeim beint leynt og ljóst gegn Soros. Höfuðstöðvar Sjóðs um opið samfélag (OSF) verða fluttar til Berlínar. Frumvarpið sem ríkisstjórn hægriþjóðernissinnans Viktors Orban tilkynnti um í gær nefnist „Stöðvum Soros“-frumvarpið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban vann yfirburðasigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað sakað Soros og sjóð hans um að ýta undir komur flóttamanna og grafa undan þjóðmenningu Ungverjalands. Undir stjórn Orban hefur Ungverjaland neitað að taka við flóttamönnum eins og önnur ESB-ríki. „Ríkisstjórn Ungverjalands hefur svert og farið með rangfærslur um störf okkar og bælt niður borgaralegt samfélag í pólitískum tilgangi með aðferðum sem eru fordæmalausar í sögu Evrópusambandsins,“ segir Patrick Gaspard, forseti OSF í yfirlýsingu vegna flutningsins. ODF hefur unnið að mannréttindamálum en einnig styrkt verkefni á sviði lista, fjölmiðlafrelsis, gagnsæis, menntunar og heilbrigðismála. Ýmsir hópar öfgahægrimanna og þjóðernissinna á vesturlöndum hafa einnig gert Soros að grýlu sem þeir telja að standi að baki frjálslyndum hópum.
Ungverjaland Tengdar fréttir Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00
Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51
Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00