Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 20:10 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Myndin er tekin á fundi hans og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Vísir/AFP Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53
Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51
Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15