Atletico Madrid er Evrópudeildarmeistari eftir 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleiknum sem fram fór í Lyon í kvöld.
Það byrjaði vel fyrir Atletico því liðið komst yfir á 21. mínútu. Antoine Griezmann fékk þá boltann á silfurfati eftir ömurleg mistök í vörn Marseille og Frakkinn kláraði færið vel.
Staðan var 1-0 í hálfleik en það var svo Griezmann sem skoraði annað mark leiksins einnig. Hann tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu og Atletico komið langleiðina með að tryggja sér titilinn.
Það var svo Gabi sem innsiglaði sigurinn undir lok leiksins en skömmu áður höfðu leikmenn Marseille skallað boltanum í stöng. Lokatölur 3-0 sigur Atletico.
Þetta er í þriðja sinn sem Atletico vinnur Evrópudeildina en þeir unnu hana einnig tímabilin 2009/10 og 2011/12.
Þeir eru því komnir með Meistaradeilarsæti á næstu leiktíð sem þeir voru þó búnir að tryggja sér í deildinni heima fyrir.
Griezmann aðalmaðurinn er Atletico vann Evrópudeildina
