Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2018 19:56 Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga. Vísir/Daníel Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Nýlega fjölgaði íbúum í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, um 38 prósent. Fjölgunin þótti óvænt, jafnvel grunsamleg, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að afar stutt er til sveitastjórnarkosninga auk þess sem tekist er á um virkjun Hvalár.Sjá einnig: Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Halldór, sem var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag, sagði málið mjög sérstakt en sambandið fylgist með gangi mála. Sjálfum var honum þó ekki kunnugt um hvort óskað hefði verið eftir ráðgjöf sambandsins í málinu. Halldór sagði jafnframt að endurskoða þyrfti lög um lögheimili og lögheimilsflutninga. „Þau eru nattúrulega gölluð, það er auðvitað galli á kerfinu að nú geti einhver flutt heim til þín, Þorgeir. Það gæti einhver núna setið við tölvuna og skráð sig á heimili þitt og þú veist ekki af því og hefur ekkert um það að segja. Svo er ekki víst að þú komist að því fyrr en eftir einhvern tíma.“ Þá sagði Halldór að sveitarstjórn Árneshrepps gæti ekki samþykkt kjörskrá sem svindl er á bak við. Þá taldi hann ekkert annað í boði en að taka umræddar nýjar skráningar út af kjörskránni. Málið í Árneshreppi sýni enn fremur fram á nauðsyn þess að innleiða lög um lágmarksstærð sveitarfélaga. Engin slík lög eru í gildi í dag en í eldri lögum var lágmarksstærð miðuð við 50 íbúa. „Svona lítið sveitarfélag, með tæplega 50 íbúa, þetta er auðvitað alltof lítið. Við þurfum að fara að taka ákvörðun í þessu landi um hver lágmarksstærð sveitarfélaga á að vera. Það er ekki eðlilegt að í sveitarstjórnarlögum sé engin lágmarksstærð.“Hlusta má á viðtalið við Halldór Halldórsson í heild sinni í spilaranum að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Nýlega fjölgaði íbúum í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, um 38 prósent. Fjölgunin þótti óvænt, jafnvel grunsamleg, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að afar stutt er til sveitastjórnarkosninga auk þess sem tekist er á um virkjun Hvalár.Sjá einnig: Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Halldór, sem var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag, sagði málið mjög sérstakt en sambandið fylgist með gangi mála. Sjálfum var honum þó ekki kunnugt um hvort óskað hefði verið eftir ráðgjöf sambandsins í málinu. Halldór sagði jafnframt að endurskoða þyrfti lög um lögheimili og lögheimilsflutninga. „Þau eru nattúrulega gölluð, það er auðvitað galli á kerfinu að nú geti einhver flutt heim til þín, Þorgeir. Það gæti einhver núna setið við tölvuna og skráð sig á heimili þitt og þú veist ekki af því og hefur ekkert um það að segja. Svo er ekki víst að þú komist að því fyrr en eftir einhvern tíma.“ Þá sagði Halldór að sveitarstjórn Árneshrepps gæti ekki samþykkt kjörskrá sem svindl er á bak við. Þá taldi hann ekkert annað í boði en að taka umræddar nýjar skráningar út af kjörskránni. Málið í Árneshreppi sýni enn fremur fram á nauðsyn þess að innleiða lög um lágmarksstærð sveitarfélaga. Engin slík lög eru í gildi í dag en í eldri lögum var lágmarksstærð miðuð við 50 íbúa. „Svona lítið sveitarfélag, með tæplega 50 íbúa, þetta er auðvitað alltof lítið. Við þurfum að fara að taka ákvörðun í þessu landi um hver lágmarksstærð sveitarfélaga á að vera. Það er ekki eðlilegt að í sveitarstjórnarlögum sé engin lágmarksstærð.“Hlusta má á viðtalið við Halldór Halldórsson í heild sinni í spilaranum að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45