Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2018 21:45 Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12