„Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2018 08:49 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á fundinum í gær. vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á fundi í Hvíta húsinu í gær að ólöglegir innflytjendur í landinu væru sumir hverjir dýr en ekki fólk. Ekki var ljóst á fundinum hvort að forsetinn væri að vísa sérstaklega til meðlima í glæpagenginu MS-13 eða í víðara samhengi til innflytjenda sem hefur verið vísað úr landi. Trump lét ummælin falla á fundi með leiðtogum Kailforníuríkis en til umræðu voru lög í Kaliforníu sem takmarka að miklu leyti öll samskipti á milli svæðislögreglu og landamæravarða ríkisins. Trump hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og vill fá henni hnekkt. Á fundinum sagði Trump að Bandaríkin gætu gert miklu betur í því að halda óæskilegu fólk i frá landinu, þar á meðal meðlimum alþjóðlegra glæpagengja á borð við MS-13. „Það er fólk sem er að koma inn í landið, eða að reyna að komast inn í landið, og við erum að stöðva marga en við erum að senda fólk burt. Þú myndir ekki trúa hversu vont þetta fólk er. Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr. [...] Út af veikri löggjöf koma þau inn fljótt, við tökum þau, við sleppum þeim, við tökum þau aftur, við vísum þeim úr landi. Þetta er brjálæði,“ sagði forsetinn á fundinum.Trump hefur áður notað orðið „dýr“ þegar hann er að vísa til meðlima MS-13. Það gerði hann á fundi með lögregluyfirvöldum í Long Island í júlí í fyrra. Að því er fram kemur á vefnum Vox eru Trump og stjórn hans þó ekki að einbeita sér að því að vísa glæpamönnum úr landi. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun árs 2017 og þar til árslok 2017 var 45.436 innflytjendum sem ekki voru á sakaskrá vísað úr landi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á fundi í Hvíta húsinu í gær að ólöglegir innflytjendur í landinu væru sumir hverjir dýr en ekki fólk. Ekki var ljóst á fundinum hvort að forsetinn væri að vísa sérstaklega til meðlima í glæpagenginu MS-13 eða í víðara samhengi til innflytjenda sem hefur verið vísað úr landi. Trump lét ummælin falla á fundi með leiðtogum Kailforníuríkis en til umræðu voru lög í Kaliforníu sem takmarka að miklu leyti öll samskipti á milli svæðislögreglu og landamæravarða ríkisins. Trump hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og vill fá henni hnekkt. Á fundinum sagði Trump að Bandaríkin gætu gert miklu betur í því að halda óæskilegu fólk i frá landinu, þar á meðal meðlimum alþjóðlegra glæpagengja á borð við MS-13. „Það er fólk sem er að koma inn í landið, eða að reyna að komast inn í landið, og við erum að stöðva marga en við erum að senda fólk burt. Þú myndir ekki trúa hversu vont þetta fólk er. Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr. [...] Út af veikri löggjöf koma þau inn fljótt, við tökum þau, við sleppum þeim, við tökum þau aftur, við vísum þeim úr landi. Þetta er brjálæði,“ sagði forsetinn á fundinum.Trump hefur áður notað orðið „dýr“ þegar hann er að vísa til meðlima MS-13. Það gerði hann á fundi með lögregluyfirvöldum í Long Island í júlí í fyrra. Að því er fram kemur á vefnum Vox eru Trump og stjórn hans þó ekki að einbeita sér að því að vísa glæpamönnum úr landi. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun árs 2017 og þar til árslok 2017 var 45.436 innflytjendum sem ekki voru á sakaskrá vísað úr landi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29
Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21