Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, hyggst leggja það til við stjórn félagsins að hætt verði við fyrirhugaðar hækkanir á stjórnarlaunum stjórnarmanna. Mbl.is greindi fyrst frá.
Í samtali við Vísi segir Þórður að tillaga hans verði lögð fram á næsta stjórnarfundi, þann 30. maí næstkomandi. Segist hann ekki eiga von á öðru en að tillagan verði samþykkt
Líkt og Vísir greindi frá á dögunum var tillaga um að hækka laun almennra stjórnarmanna um 7.500 krónur eða rúm átta prósent samþykkt á aðalfundi Hörpu sem fór fram 26. apríl.
Núverandi þóknun fyrir stjórnarsetu er 92.500 en átti að hækka í 100.000 krónur á mánuði. Formaður stjórnar fær tvöfalda þá þóknun.
Segir Þórður að hann vonist til þess að friður geti skapast um starfsemi Hörpu en töluverður styr hefur staðið um tónlistarhúsið eftir að tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Voru þeir ósáttir með að hafa verið einu starfsmenn Hörpu sem gert var að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.
Ætla að hætta við launahækkun stjórnarmanna Hörpu

Tengdar fréttir

Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis
Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent.

Segir ekki útilokað að ákvarðanir um launabreytingar hjá Hörpu verði dregnar til baka
Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök.

Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra
Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins.