Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 22:16 Eftir því sem Vísir kemst næst starfa um 27 þjónustufulltrúar í Hörpu. Mikill meirihluti þeirra hefur því sagt upp störfum. vísir/egill Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Var boðað til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Fréttablaðið greindi frá því í liðinni viku að laun Svanhildar hefðu hækkað um 20 prósent á síðasta ári. Daginn eftir sendi stjórn Hörpu frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að hækkunin hefði numið 20 prósentum; hún hefði verið 16,8 prósent og þá hefðu launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili heldur yfir fjögur ár. Sagði í yfirlýsingunni að Svanhildur hefði samþykkt að taka á sig launalækkun vegna ákvörðunar kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi en samningur sem hún hefði svo gert um laun sín, sem hljóðaði upp á 1,5 milljón á mánuði, taka gildi þann 1. júlí 2017. Þau umsömdu laun voru 14,6 prósentum hærri en ákvörðun kjararáðs en frá og með 1. júlí í fyrra ákveða stjórnir ríkisfyrirtækja laun forstjóra. Á fundinum í kvöld staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun. „Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Svanhildur hafi talað um það á sínum tíma, eða í september 2017 þegar launalækkunin var kynnt, að um væri að ræða „mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.“ Segir í yfirlýsingunni að á fundinum hafi þjónustufulltrúar upplifað ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Eftir því sem Vísir kemst næst starfa 27 þjónustufulltrúar í Hörpu og hefur því mikill meirihluti þeirra nú sagt upp störfum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrir um tveimur árum hafi starfinu verið breytt úr sætavísum í þjónustufulltrúa. „Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera. Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess,“ segir í yfirlýsingu þjónustufulltrúa Hörpu. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Var boðað til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Fréttablaðið greindi frá því í liðinni viku að laun Svanhildar hefðu hækkað um 20 prósent á síðasta ári. Daginn eftir sendi stjórn Hörpu frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að hækkunin hefði numið 20 prósentum; hún hefði verið 16,8 prósent og þá hefðu launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili heldur yfir fjögur ár. Sagði í yfirlýsingunni að Svanhildur hefði samþykkt að taka á sig launalækkun vegna ákvörðunar kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi en samningur sem hún hefði svo gert um laun sín, sem hljóðaði upp á 1,5 milljón á mánuði, taka gildi þann 1. júlí 2017. Þau umsömdu laun voru 14,6 prósentum hærri en ákvörðun kjararáðs en frá og með 1. júlí í fyrra ákveða stjórnir ríkisfyrirtækja laun forstjóra. Á fundinum í kvöld staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun. „Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Svanhildur hafi talað um það á sínum tíma, eða í september 2017 þegar launalækkunin var kynnt, að um væri að ræða „mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.“ Segir í yfirlýsingunni að á fundinum hafi þjónustufulltrúar upplifað ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Eftir því sem Vísir kemst næst starfa 27 þjónustufulltrúar í Hörpu og hefur því mikill meirihluti þeirra nú sagt upp störfum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrir um tveimur árum hafi starfinu verið breytt úr sætavísum í þjónustufulltrúa. „Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera. Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess,“ segir í yfirlýsingu þjónustufulltrúa Hörpu.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira