Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 21:00 Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15
Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35