Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 21:00 Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15
Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35