Oddvitaáskorunin: Skoraði þrjú stig í eigin körfu Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2018 15:00 Elva Dögg Ásudóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Elva Dögg Ásudóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er 49 ára, fædd í Reykjavík en fluttist til Hafnarfjarðar fimm ára gömul og ólst hér upp. Ég gekk í Öldutúnsskóla og síðar í Flensborgarskólann. Ég er menntuð myndlistarmaður frá skúlptúrdeild, Myndlistar- og handíðaskóla Íslands. 35 ára gömul hóf ég svo nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Að námi loknu tók ég lögmannsréttindanám og stofnaði lögmannsstofu. Nú starfa ég við lögmannsstörf, aðallega sem réttargæslumaður í kynferðis- og heimilisofbeldismálum og er einnig lögfræðiráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu. Ég er mamma þriggja barna á tvo pulsuhunda, hesthúsakött og slatta af hestum. Undanfarið kjörtímabil hef ég setið sem fulltrúi VG í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og í bæjarráði. Ég hef sinnt myndlistinni í gegnum árin með öðrum störfum. Aðaláhugamál mitt er hestamennska. Ég vil bæta samfélag okkar, auka jafnrétti og jöfnuð, og vinna að náttúruvernd. Mitt markmið er að vinna að því að allir geti átt gott og mannsæmandi líf í Hafnarfirði.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eiginlega mjög erfitt að velja einn stað framar öðrum á Íslandi því það er svo undurfagurt en það væri á helst Landmannalaugar.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Á Kerlingarhól í Ásahreppi.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kalkúninn sem pabbi eldar á jólunum er það allra besta sem ég fæ.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Mexíkóska kjúklingasúpu. Ég er líka mjög flínk í gerbakstri.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? I wil survive með Gloriu Gaynor.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Skoraði geggjaða þriggja stiga körfu (sjálfsmark) í körfuboltakeppni milli árganga í skólanum mínum. Ég var í 8 bekk. Það var allur skólinn að horfa á og líka sæti strákurinn í 10 bekk. Svo hef ég gengið á ljósastaura, rúllað niður allar tröppurnar í Flensborgarskólanum svo allir sáu til.Draumaferðalagið? Fara í hestaferð með Ragnari, betri helmingnum, yfir hálendið og fara svo til Feneyja.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það má ekki segja frá þeim hrekk því það veit enginn enn hver stóð á bak við umrædda sendingu (var mjög saklaus hrekkur).Hundar eða kettir? Hundar, ég á tvo æðislega pulsuhunda.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Uppáhalds bíómynd er Stella í orlofi og Sódóma fylgir fast á eftir.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Rowan Atkinson.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Veit ekki, hef ekki enn séð þættina.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, fyrir of hraðan akstur á Trabantinum mínum.Uppáhalds tónlistarmaður? Það eru mjög margir tónlistarmenn en kannski helst Jamiroquai.Uppáhalds bókin? Þær eru svo margar, ætli Birtingur eftir Voltarie sé ekki sá sem ég hef lesið oftast mér til skemmtunar.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kók.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning, myndlistarsýningar og leikhús.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei það er harðbannað.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Gott gamaldags diskó og líka funk tónlist.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Nei ekkert smávægilegt, bara stóru málin.Á að banna flugelda? Nei.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Elva Dögg Ásudóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er 49 ára, fædd í Reykjavík en fluttist til Hafnarfjarðar fimm ára gömul og ólst hér upp. Ég gekk í Öldutúnsskóla og síðar í Flensborgarskólann. Ég er menntuð myndlistarmaður frá skúlptúrdeild, Myndlistar- og handíðaskóla Íslands. 35 ára gömul hóf ég svo nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Að námi loknu tók ég lögmannsréttindanám og stofnaði lögmannsstofu. Nú starfa ég við lögmannsstörf, aðallega sem réttargæslumaður í kynferðis- og heimilisofbeldismálum og er einnig lögfræðiráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu. Ég er mamma þriggja barna á tvo pulsuhunda, hesthúsakött og slatta af hestum. Undanfarið kjörtímabil hef ég setið sem fulltrúi VG í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og í bæjarráði. Ég hef sinnt myndlistinni í gegnum árin með öðrum störfum. Aðaláhugamál mitt er hestamennska. Ég vil bæta samfélag okkar, auka jafnrétti og jöfnuð, og vinna að náttúruvernd. Mitt markmið er að vinna að því að allir geti átt gott og mannsæmandi líf í Hafnarfirði.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eiginlega mjög erfitt að velja einn stað framar öðrum á Íslandi því það er svo undurfagurt en það væri á helst Landmannalaugar.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Á Kerlingarhól í Ásahreppi.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kalkúninn sem pabbi eldar á jólunum er það allra besta sem ég fæ.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Mexíkóska kjúklingasúpu. Ég er líka mjög flínk í gerbakstri.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? I wil survive með Gloriu Gaynor.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Skoraði geggjaða þriggja stiga körfu (sjálfsmark) í körfuboltakeppni milli árganga í skólanum mínum. Ég var í 8 bekk. Það var allur skólinn að horfa á og líka sæti strákurinn í 10 bekk. Svo hef ég gengið á ljósastaura, rúllað niður allar tröppurnar í Flensborgarskólanum svo allir sáu til.Draumaferðalagið? Fara í hestaferð með Ragnari, betri helmingnum, yfir hálendið og fara svo til Feneyja.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það má ekki segja frá þeim hrekk því það veit enginn enn hver stóð á bak við umrædda sendingu (var mjög saklaus hrekkur).Hundar eða kettir? Hundar, ég á tvo æðislega pulsuhunda.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Uppáhalds bíómynd er Stella í orlofi og Sódóma fylgir fast á eftir.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Rowan Atkinson.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Veit ekki, hef ekki enn séð þættina.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, fyrir of hraðan akstur á Trabantinum mínum.Uppáhalds tónlistarmaður? Það eru mjög margir tónlistarmenn en kannski helst Jamiroquai.Uppáhalds bókin? Þær eru svo margar, ætli Birtingur eftir Voltarie sé ekki sá sem ég hef lesið oftast mér til skemmtunar.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kók.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning, myndlistarsýningar og leikhús.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei það er harðbannað.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Gott gamaldags diskó og líka funk tónlist.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Nei ekkert smávægilegt, bara stóru málin.Á að banna flugelda? Nei.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira