Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2018 09:00 Vladímír Pútín. Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. Efnavopnaárásin á Skrípal, og Júlíu dóttur hans, var uppspretta illdeilna á milli Rússa og Breta. Þótti Bretum og bandamönnum ljóst að Rússar hefðu eitrað fyrir Skrípal-feðginum og ráku allnokkur ríki tugi rússneskra erindreka úr landi. Rússar hafa hins vegar alla tíð haldið fram sakleysi sínu, sett fram á annan tug misvísandi kenninga um árásina, og vísuðu jafnmörgum erindrekum úr landi á móti. Efnavopnastofnunin staðfesti í apríl þann framburð Breta að eitrið hafi vissulega verið afar tært novichok. Þykir Bretum ómögulegt annað en að eitrið hafi komið frá Rússlandi, meðal annars þar sem Sovétríkin hefðu þróað það og framleitt og vegna fyrri meintra árása Rússa á rússneska „föðurlandssvikara“. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í gær glaður að Skrípal væri útskrifaður. „Ef það væri rétt, eins og Bretar hafa fullyrt, að fyrir honum hafi verið eitrað með efnavopni framleiddu í hernaðarskyni, hefði maðurinn dáið á vettvangi árásarinnar,“ sagði Pútín sem þykir batinn benda til sakleysis Rússa. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. Efnavopnaárásin á Skrípal, og Júlíu dóttur hans, var uppspretta illdeilna á milli Rússa og Breta. Þótti Bretum og bandamönnum ljóst að Rússar hefðu eitrað fyrir Skrípal-feðginum og ráku allnokkur ríki tugi rússneskra erindreka úr landi. Rússar hafa hins vegar alla tíð haldið fram sakleysi sínu, sett fram á annan tug misvísandi kenninga um árásina, og vísuðu jafnmörgum erindrekum úr landi á móti. Efnavopnastofnunin staðfesti í apríl þann framburð Breta að eitrið hafi vissulega verið afar tært novichok. Þykir Bretum ómögulegt annað en að eitrið hafi komið frá Rússlandi, meðal annars þar sem Sovétríkin hefðu þróað það og framleitt og vegna fyrri meintra árása Rússa á rússneska „föðurlandssvikara“. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í gær glaður að Skrípal væri útskrifaður. „Ef það væri rétt, eins og Bretar hafa fullyrt, að fyrir honum hafi verið eitrað með efnavopni framleiddu í hernaðarskyni, hefði maðurinn dáið á vettvangi árásarinnar,“ sagði Pútín sem þykir batinn benda til sakleysis Rússa.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03
Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02
„Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36