Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 09:39 Dimitrios Pagourtzis. Myndin var tekin við handtöku hans í gær. Vísir/AFP Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í gær segist hafa þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við. Þá lagði hann upp með að drepa þá sem honum líkaði illa við. Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær, þar sem ofangreind fullyrðing kom fram, en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum skammt frá borginni Houston. Pagourtzis, sem er sautján ára gamall, er sjálfur nemandi við skólann en hann réðst inn í myndlistartíma skömmu fyrir klukkan 8 í gærmorgun að staðartíma og hóf skothríð.Sjá einnig: Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Þá hafa tvö fórnarlömb árásarmannsins verið nafngreind. Cynthia Tisdale, sérkennari við Santa Fe-framhaldsskólann, og Sabikha Sheikh, skiptinemi frá Pakistan, létust í árásinni. Á vefmiðlinum Buzzfeed má auk þess nálgast nöfn annarra fórnarlamba Pagourtzis en þau hafa enn ekki fengist staðfest opinberlega.Frá bænastund til heiðurs fórnarlömbum árásarinnar í Santa Fe í gær.Vísir/AFPLögreglumaðurinn John Barnes var auk þess á meðal þeirra sem særðust í árásinni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gær var greint frá því að vopnin sem Pagourtzis notaði við árásina, haglabyssa og skammbyssa, eru í eigu föður hans. Skotvopn virðast hafa verið árásarmanninum sérstakt hugðarefni en hann birti ögrandi mynd af sér á Instagram þar sem hann hélt á hnífi og byssu. Þá birti hann einnig mynd af bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ á samfélagsmiðlum. Téðum samfélagsmiðlareikningum Pagourtzis var eytt eftir að fregnir bárust af árásinni en hann fylgdi samtals þrettán reikningum á Instagram, þar af voru átta aðdáendasíður um skotvopn en hinir reikningarnir fjórir tengdust allir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og fjölskyldu hans. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í gær segist hafa þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við. Þá lagði hann upp með að drepa þá sem honum líkaði illa við. Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær, þar sem ofangreind fullyrðing kom fram, en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum skammt frá borginni Houston. Pagourtzis, sem er sautján ára gamall, er sjálfur nemandi við skólann en hann réðst inn í myndlistartíma skömmu fyrir klukkan 8 í gærmorgun að staðartíma og hóf skothríð.Sjá einnig: Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Þá hafa tvö fórnarlömb árásarmannsins verið nafngreind. Cynthia Tisdale, sérkennari við Santa Fe-framhaldsskólann, og Sabikha Sheikh, skiptinemi frá Pakistan, létust í árásinni. Á vefmiðlinum Buzzfeed má auk þess nálgast nöfn annarra fórnarlamba Pagourtzis en þau hafa enn ekki fengist staðfest opinberlega.Frá bænastund til heiðurs fórnarlömbum árásarinnar í Santa Fe í gær.Vísir/AFPLögreglumaðurinn John Barnes var auk þess á meðal þeirra sem særðust í árásinni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gær var greint frá því að vopnin sem Pagourtzis notaði við árásina, haglabyssa og skammbyssa, eru í eigu föður hans. Skotvopn virðast hafa verið árásarmanninum sérstakt hugðarefni en hann birti ögrandi mynd af sér á Instagram þar sem hann hélt á hnífi og byssu. Þá birti hann einnig mynd af bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ á samfélagsmiðlum. Téðum samfélagsmiðlareikningum Pagourtzis var eytt eftir að fregnir bárust af árásinni en hann fylgdi samtals þrettán reikningum á Instagram, þar af voru átta aðdáendasíður um skotvopn en hinir reikningarnir fjórir tengdust allir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og fjölskyldu hans.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52
Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23