Atli Guðna með þrennu í bursti FH Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2018 17:58 Atli Guðnason skoraði eitt mark í 20 leikjum í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili. vísir/andri marinó FH burstaði ÍR í Egilshöllinni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Grindavík sótti sigur á Víði í Garði, Breiðablik sigraði Leikni Reykjavík og Víkingur Ólafsvík vann útisigur á Hamri. Silfurliðið frá því á síðasta tímabili mætti ÍR-ingum í Egilshöllinni og var sterkara strax frá upphafi. Atli Guðnason skoraði fyrsta markið á 29. mínútu og lagði upp fyrir nafna hans Atli Viðar Björnsson áður en flautað var til hálfleiks. Atli Guðnason var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik þegar hann skoraði þriðja markið á 55. mínútu og kláraði leikinn fyrir FH. Færeyingurinn nýi í liði Fimleikafélagsins skoraði fjórða markið á 77. mínútu beint úr aukaspyrnu áður en Atli fullkomnaði þrennuna með marki undir lok leiksins. 5-0 sigur FH raunin. Suðurnesjaslagurinn í Garði byrjaði fjöruglega með marki strax á 5. mínútu frá Nemanja Latinovic eftir fyrirgjöf inn í teiginn. Bæði lið pressuðu hátt á vellinum og var leikurinn skemmtilegur áhorfs í fyrri hálfleik án þess þó að mörkin yrðu fleiri. Rólegra var yfir seinni hálfleiknum en Grindvíkingar settu meiri þunga í sóknina eftir því sem leið á leikinn. Færeyingurinn René Joensen skoraði annað markið á 68. mínútu og Jóhann Helgi Hannesson skoraði fjórum mínútum seinna úr skyndisókn. Heimamenn komu til baka á 81. mínútu með marki frá Andra Gíslasyni eftir stoðsendingu Einars Þórs Kjartanssonar og Milan Tasic minnkaði muninn enn frekar með glæsilegu skoti í samskeytin á loka mínútu venjulegs leiktíma. Gestirnir úr Grindavík svöruðu hins vegar fljótt og var Færeyingurinn Rene aftur að störfum. Markið kom strax upp úr miðju Grindavíkur eftir mark Tasic. Lokatölur 4-2 fyrir Grindavík. Hamar byrjaði frábærlega í Hveragerði með tveimur mörkum frá Samuel Malson á fyrsta hálftímanum. Lukkudísirnar snérust hins vegar á 35. mínútu þegar Vladimir Panic skoraði sjálfsmark og Kwame Quee jafnaði leikinn fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar. Emmanuel Keke kom svo Víkingum yfir áður en gengið var til hálfleiks. Bjartur Bjarmi Barkarson skoraði fjórða mark Víkings á 55. mínútu áður en Vladimir Panic skoraði aftur á 81. mínútu og aftur var það í vitlaust mark. Dimitrije Pobulic lagaði stöðuna aðeins fyrir Hamar undir lokin en það dugði ekki til, 3-5 sigur Víkings staðreynd. Mikil dramatík var undir lokin á Leiknisvelli eftir að Hrvoje Tokic hafði komið Blikum í 2-0 með marki í sitt hvorum hálfleiknum. Leiknismenn voru einum færri frá 80. mínútu eftir að Kristján Páll Jónsson fékk sitt annað gula spjald og allt útlit fyrir sigur Blika. Leiknir fékk hins vegar víti aðeins tveimur mínútum seinna og Aron Fuego Daníelsson fór á punktinn. Gunnleifur Gunnleifsson varði hins vegar vítið en Aron fylgdi á eftir og skallaði boltann í netið. Jonathan Hendrickx var þó ekki á þeim buxunum að leyfa Leikni að jafna, hann skoraði þriðja markið með skalla eftir fyrirgjöf Andra Rafns Yeoman undir lok leiksins og tryggði 3-1 sigur Blika. Már Ægisson tryggði Fram sigur á Völsungi á lokamínútum framlengingar á Húsavík eftir að Elvar Baldvinsson hafði skorað fyrir bæði lið sitt hvoru megin við hálfleikinn í venjulegum leiktíma. Völsungur hafði verið sterkari í framlengingunni og komst nokkrum sinnum í dauðafæri en það voru Framarar sem skoruðu sigurmarkið eftir klaufalegan varnarleik heimamanna. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin var uppfærð eftir að framlengingu Völsungs og Fram lauk. Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
FH burstaði ÍR í Egilshöllinni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Grindavík sótti sigur á Víði í Garði, Breiðablik sigraði Leikni Reykjavík og Víkingur Ólafsvík vann útisigur á Hamri. Silfurliðið frá því á síðasta tímabili mætti ÍR-ingum í Egilshöllinni og var sterkara strax frá upphafi. Atli Guðnason skoraði fyrsta markið á 29. mínútu og lagði upp fyrir nafna hans Atli Viðar Björnsson áður en flautað var til hálfleiks. Atli Guðnason var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik þegar hann skoraði þriðja markið á 55. mínútu og kláraði leikinn fyrir FH. Færeyingurinn nýi í liði Fimleikafélagsins skoraði fjórða markið á 77. mínútu beint úr aukaspyrnu áður en Atli fullkomnaði þrennuna með marki undir lok leiksins. 5-0 sigur FH raunin. Suðurnesjaslagurinn í Garði byrjaði fjöruglega með marki strax á 5. mínútu frá Nemanja Latinovic eftir fyrirgjöf inn í teiginn. Bæði lið pressuðu hátt á vellinum og var leikurinn skemmtilegur áhorfs í fyrri hálfleik án þess þó að mörkin yrðu fleiri. Rólegra var yfir seinni hálfleiknum en Grindvíkingar settu meiri þunga í sóknina eftir því sem leið á leikinn. Færeyingurinn René Joensen skoraði annað markið á 68. mínútu og Jóhann Helgi Hannesson skoraði fjórum mínútum seinna úr skyndisókn. Heimamenn komu til baka á 81. mínútu með marki frá Andra Gíslasyni eftir stoðsendingu Einars Þórs Kjartanssonar og Milan Tasic minnkaði muninn enn frekar með glæsilegu skoti í samskeytin á loka mínútu venjulegs leiktíma. Gestirnir úr Grindavík svöruðu hins vegar fljótt og var Færeyingurinn Rene aftur að störfum. Markið kom strax upp úr miðju Grindavíkur eftir mark Tasic. Lokatölur 4-2 fyrir Grindavík. Hamar byrjaði frábærlega í Hveragerði með tveimur mörkum frá Samuel Malson á fyrsta hálftímanum. Lukkudísirnar snérust hins vegar á 35. mínútu þegar Vladimir Panic skoraði sjálfsmark og Kwame Quee jafnaði leikinn fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar. Emmanuel Keke kom svo Víkingum yfir áður en gengið var til hálfleiks. Bjartur Bjarmi Barkarson skoraði fjórða mark Víkings á 55. mínútu áður en Vladimir Panic skoraði aftur á 81. mínútu og aftur var það í vitlaust mark. Dimitrije Pobulic lagaði stöðuna aðeins fyrir Hamar undir lokin en það dugði ekki til, 3-5 sigur Víkings staðreynd. Mikil dramatík var undir lokin á Leiknisvelli eftir að Hrvoje Tokic hafði komið Blikum í 2-0 með marki í sitt hvorum hálfleiknum. Leiknismenn voru einum færri frá 80. mínútu eftir að Kristján Páll Jónsson fékk sitt annað gula spjald og allt útlit fyrir sigur Blika. Leiknir fékk hins vegar víti aðeins tveimur mínútum seinna og Aron Fuego Daníelsson fór á punktinn. Gunnleifur Gunnleifsson varði hins vegar vítið en Aron fylgdi á eftir og skallaði boltann í netið. Jonathan Hendrickx var þó ekki á þeim buxunum að leyfa Leikni að jafna, hann skoraði þriðja markið með skalla eftir fyrirgjöf Andra Rafns Yeoman undir lok leiksins og tryggði 3-1 sigur Blika. Már Ægisson tryggði Fram sigur á Völsungi á lokamínútum framlengingar á Húsavík eftir að Elvar Baldvinsson hafði skorað fyrir bæði lið sitt hvoru megin við hálfleikinn í venjulegum leiktíma. Völsungur hafði verið sterkari í framlengingunni og komst nokkrum sinnum í dauðafæri en það voru Framarar sem skoruðu sigurmarkið eftir klaufalegan varnarleik heimamanna. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin var uppfærð eftir að framlengingu Völsungs og Fram lauk.
Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast