Hægt hefur á hagvexti á evrusvæðinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2018 11:10 Mario Centeno, fjármálaráðherra Portúgal og forseti Eurogroup og Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel 23. mars síðastliðinn. Vísir/EPA Hagvöxtur jókst um 0,4 prósent á evrusvæðinu fyrstu þremur mánuðum ársins. Hægt hefur á hagvexti í ríkjum Evrópska myntbandalagsins eftir kröftugan vöxt á árinu 2017. Þetta er 0,7 prósent lakari vöxtur en á síðasta ársfjórðungi ársins 2017 og hefur hagvöxtur á evrusvæðinu ekki aukist jafn lítið frá sumrinu 2016 að því er fram kemur í Financial Times. Minni væntingar neytenda, tölur um minni útflutning hjá Þjóðverjum en spár gerðu ráð fyrir og minni framleiðni veittu vísbendingar um að hagvaxtaraukning yrði minni á þessu ári en í fyrra. FT segir að álitaefnið sem stjórnvöld í evruríkjunum standi frammi fyrir snúist um það hvort hægari vöxtur sé tímabundinn eða hvort hann sé það sem koma skal á árinu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í síðustu viku að bankinn myndi fylgjast náið og varfærnislega með hagtölum næstu mánaða. Draghi sagði hins vegar að menn væru bjartsýnir að hagkerfi evrusvæðisins verði nægilega kröftugt til að styðja við verðbólgu rétt undir 2 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu en peningamálastefna bankans felst í því að halda verðbólgu undir en þó eins nálægt 2 prósent á ári og hægt er, með tilliti til verðþróunar á evrusvæðinu í heild. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hagvöxtur jókst um 0,4 prósent á evrusvæðinu fyrstu þremur mánuðum ársins. Hægt hefur á hagvexti í ríkjum Evrópska myntbandalagsins eftir kröftugan vöxt á árinu 2017. Þetta er 0,7 prósent lakari vöxtur en á síðasta ársfjórðungi ársins 2017 og hefur hagvöxtur á evrusvæðinu ekki aukist jafn lítið frá sumrinu 2016 að því er fram kemur í Financial Times. Minni væntingar neytenda, tölur um minni útflutning hjá Þjóðverjum en spár gerðu ráð fyrir og minni framleiðni veittu vísbendingar um að hagvaxtaraukning yrði minni á þessu ári en í fyrra. FT segir að álitaefnið sem stjórnvöld í evruríkjunum standi frammi fyrir snúist um það hvort hægari vöxtur sé tímabundinn eða hvort hann sé það sem koma skal á árinu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í síðustu viku að bankinn myndi fylgjast náið og varfærnislega með hagtölum næstu mánaða. Draghi sagði hins vegar að menn væru bjartsýnir að hagkerfi evrusvæðisins verði nægilega kröftugt til að styðja við verðbólgu rétt undir 2 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu en peningamálastefna bankans felst í því að halda verðbólgu undir en þó eins nálægt 2 prósent á ári og hægt er, með tilliti til verðþróunar á evrusvæðinu í heild.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira