Ein fremsta skíðakona landsins fær ekki bætur vegna fótbrots Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 11:27 Helga María er ein efnilegasta skíðakona landsins vísir Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál. Aðrar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál.
Aðrar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sjá meira