Breytingar á Stöð 2: „Vonum að neytendur taki þessu vel“ Tinni Sveinsson skrifar 2. maí 2018 14:15 Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Sýn, sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, kynnti í gær ný verð og breytingar á sjónvarpspökkum sínum en nú eru fimm mánuðir síðan fyrirtækið tók yfir miðla 365. „Ætlunin er að gefa enn fleirum kost á að gerast áskrifendur að hágæða íslensku og erlendu sjónvarpsefni og íþróttum,“ segir í tilkynningu.Verðin voru of há Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að verðin hafi verið of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra. Það hafi verið grunnforsenda í kaupunum á miðlum 365 að ná sátt við markaðinn, bjóða ný verð og hvetja fleiri til að njóta „þess frábæra efnis sem við erum með á stöðvunum okkar,“ sagði Björn.Lækkun á línuna Í gær stækkuðu því valdir sjónvarpspakkar Stöðvar 2 og verð á öðrum lækkar frá og með næsta reikningi til viðskiptavina:Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).Kynningarmynd þar sem má sjá verðbreytingarnar.SýnVona að neytendur taki þessu vel „Það er gleðilegt að geta bæði aukið gæði þjónustunnar og breytt verðum fyrir neytendur. Það er mikill kraftur í fjölmiðlum okkar og starfsfólki þessa dagana og við lítum á þessar breytingar sem staðfestingu á nýju upphafi Stöðvar 2 og allra okkar miðla. Við vonumst til að breytingarnar fjölgi þeim sem fá að njóta okkar frábæra efnis,“ segir Björn. „Með þessum breytingum erum við að sækja fram með Stöð 2 á sviði sjónvarpsþjónustu. Allir eiga að geta fundið þjónustu við sitt hæfi og notið íslensks og erlends gæðaefnis. Við vonum að þessum breytingum verði vel tekið af neytendum og geti þannig stutt sterkari samkeppnishæfni íslenskrar fjölmiðlunar og menningar til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.Vísir er eigu Sýnar hf.Laddi er andlit herferðarinnar sem farið er í í tilefni breytinganna.Sýn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Sýn, sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, kynnti í gær ný verð og breytingar á sjónvarpspökkum sínum en nú eru fimm mánuðir síðan fyrirtækið tók yfir miðla 365. „Ætlunin er að gefa enn fleirum kost á að gerast áskrifendur að hágæða íslensku og erlendu sjónvarpsefni og íþróttum,“ segir í tilkynningu.Verðin voru of há Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að verðin hafi verið of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra. Það hafi verið grunnforsenda í kaupunum á miðlum 365 að ná sátt við markaðinn, bjóða ný verð og hvetja fleiri til að njóta „þess frábæra efnis sem við erum með á stöðvunum okkar,“ sagði Björn.Lækkun á línuna Í gær stækkuðu því valdir sjónvarpspakkar Stöðvar 2 og verð á öðrum lækkar frá og með næsta reikningi til viðskiptavina:Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).Kynningarmynd þar sem má sjá verðbreytingarnar.SýnVona að neytendur taki þessu vel „Það er gleðilegt að geta bæði aukið gæði þjónustunnar og breytt verðum fyrir neytendur. Það er mikill kraftur í fjölmiðlum okkar og starfsfólki þessa dagana og við lítum á þessar breytingar sem staðfestingu á nýju upphafi Stöðvar 2 og allra okkar miðla. Við vonumst til að breytingarnar fjölgi þeim sem fá að njóta okkar frábæra efnis,“ segir Björn. „Með þessum breytingum erum við að sækja fram með Stöð 2 á sviði sjónvarpsþjónustu. Allir eiga að geta fundið þjónustu við sitt hæfi og notið íslensks og erlends gæðaefnis. Við vonum að þessum breytingum verði vel tekið af neytendum og geti þannig stutt sterkari samkeppnishæfni íslenskrar fjölmiðlunar og menningar til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.Vísir er eigu Sýnar hf.Laddi er andlit herferðarinnar sem farið er í í tilefni breytinganna.Sýn
Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42