Klikkun en þægileg innivinna Benedikt Bóas skrifar 4. maí 2018 06:00 Gunnar Þórðarson stígur á stokk á Kringlukránni um helgina. Vísir/Stefán „Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
„Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira