Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 13:33 Viðmælendur voru sammála um að góðar samgöngur séu forsenda ferðaþjónustu úti á landi. VISIR / GETTY Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30
Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28