Körfubolti

Houston þarf einn sigur í viðbót til að slá út Utah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chris Paul og James harden fagna í nótt en þeir áttu góðan leik.
Chris Paul og James harden fagna í nótt en þeir áttu góðan leik. vísir/afp
Houston Rockets er komið í góða stöðu gegn Utah Jazz í úrslitakeppninni í NBA-körfuboltanum en Houston vann þrettán stiga sigur í leik liðanna í nótt, 100-87.

Eftir sigurinn er Houston komið í 3-1 í rimmu liðanna og þarf þar að leiðandi bara einn sigur í viðbót til þess að slá út Utah í undanúrslitum vesturdeildarinnar.

Houston hitti vel í fyrri hálfleik en þeir voru komnir með 58 stig í hálfleik gegn 48 stigum gestanna. Þeir sigldu svo sigrinum í höfn án vandræða og lokatlöur þrettán stiga sigur, 100-87.

Chris Paul átti afar góðan leik fyrir Houston. Hann skoraði 27 stig og gaf þar að auki sex fráköst en næstur kom James Harden með 24 stig.

Í lici Utah var Donovan Mitchell afar öfluguu. Hann skoraði 25 stig og tók níu fráköst auk þess að stela fjórum boltum. Joe Ingles kom næstur með fimmtán stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×